Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 178
182
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
eyjanna, Herjólfs. Það var svo síðar að Margrét Hermanns-Auðardóttir
stóð fyrir rannsókn rústanna, og þótt niðurstaðan um aldur þeirra og
fyrstu byggð eyjanna sé nokkuð umdeild, er ekki að efa að þetta eru
rústir frá frumbyggð.6
„Fyrir innan Ægisdyr", segir í Hauksbók Landnámu um Herjólfsdal.
Ornefnið Ægisdyr virðist lengi hafa verið týnt, það kemur hvergi fyrir í
gömlum ritum nema í Hauksbók. Síðari tíma fræðimenn, sem ritað hafa
um staðfræði og örnefni í Vestmannaeyjum, hafa nokkuð velt fyrir sér
nafninu og reynt að finna því stað. Skal hér gerð grein fyrir því helzta.
Árni Magnússon segir í riti sínu Chorographia Islandica, sem í eru ýnisar
minnisgreinar um staði: „Ægisdyr ætla menn höfnina vera,“7 en fer ekki
fleiri orðum um. Þetta hefur verið ætlun manna í Eyjum, en Árni var
sjálfur þar 1707 og skráði jarðabókina um Eyjarnar.
Jónas Hallgrímsson kveður í lýsingu sinni á Vestmannaeyjum „mýrar-
korn“ nokkurt vera vestantil á Heimaey „hjá Ægisdyrum,“8 og virðist
ljóst að hann telur Ægisdyr vera Kaplagjótu, sem er þröngt klettavik inn
með Dalfjalli að suðaustan, sem sjór fellur um. Er augljóst að Jónas fer að
mestu eftir sóknarlýsingu séra Jóns Austmanns sem og séra Brynjólfs
Jónssonar á Ofanleiti.9
Brynjúlfur Jónsson frá Minna-Núpi segir í greininni „Rannsóknir í
Vestmannaeyjum sumarið 1906“, að varla sýnist nema um einn stað að
ræða sem geti verið Ægisdyr, það sé Kaplagjóta, og sé skoran sérstaklega
vel löguð til að geta heitið dyr fram til sjávar.10
Sigurður Sigurfmnsson kveðst í fyrrnefndri grein sinni vera á annarri
skoðun. Segir hann Kaplagjót" vera svo þröngt að enginn bátur með ár-
um geti farið út og inn um þessa skoru. Sigurður telur „litla fjörðinn“
norðan undir Dalfjalli, sem hann segir 50 — 60 faðma langan og 12 — 15
faðma breiðan, geta hafa verið Ægisdyr, en líklegra þó að Ægisdyr séu
sundið, Leiðin svonefnda, inn í höfnina. Kveður hann fleiri vera á þessari
skoðun og skrifar hann um þetta nokkurt mál.12
Síðan skrifar Matthías Þórðarson grein þá er fyrr er getið: „Vest-
mannaeyjar. Nokkrar athugasemdir um sögustaði, örnefni, kirkjur o. fl.
þar“, í framhaldi af grein Sigurðar. Hann veltir fyrir sér nafninu Ægisdyr
og segir, að flestir sem um þetta hafi talað eða ritað í seinni tíð hafi talið
langlíklegast að Ægisdyr séu Kaplagjóta. Matthíasi þykir það samt ólíklegt
og enn síður líklegt að Ægisdyr séu Leiðin svonefnda, og fer hann um
þetta nokkru máli.Telur hann helzt, að Ægisdyr hafi verið nærri sjónum
á landi á vestanverðri Heimaey, fram undan Herjólfsdal eða í sjónum ná-
lægt ströndinni. Gætu þar fyrrum hafa verið hamrar eða drangar rétt fyrir