Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 23
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
27
36. Gufudalur, Vestur-Barðastrandarsýslu, Þjms. 10930, stuðlaberg, 1. 131
cm, 22, br. 22, rh. 9-10 cm:
her : ligur : þordr : iuars- : son
Hér liggur Þórður Ivarsson.
Steinninn var í kirkjugarðinum í Gufudal, en var sendur til Kaupmanna-
hafnar 1843 ásamt steinunum frá Utskálum og Hvalsnesi og kom með
þeim á Þjóðminjasafn 1930. Þórður Ivarsson er ekki þekktur með vissu
úr öðrum heimildum. Tímasetning í IR: 1400-1450. 66
37. Hraun í Keldudal,Vestur-ísafjarðarsýslu, Þjrns. ónr., grágrýti, 1.135 cm,
br. 22 crn, þ. 19 cm. A efri hluta steinsins er ristur kross um 20 cm hár,
undir vinstri krossarminum eru sex stafir ristir niðurávið, fýrsti stafurinn
er venjulegt S, hitt eru rúnir:
Sueinn
Sveinn.
Steinninn hefur sennilega verið þekktur lengi. Hann kom á Þjóðminja-
safn um 1985. Letrið er veðrað og sprungið og víða hefur flísast upp úr
yfirborðinu. Allir stafir eru þó greinilegir. Aldursákvörðun er erfið, en
steinninn er að öllum líkindum ungur, varla eldri en frá 17. öld og gæti
verið yngri.
38. Holt 1, Önundarfirði,Vestur-ísafjarðarsýslu, Þjms. 11588, sandsteinn, 1.
79 cm, br. 30,5, þ. 5,5 cm, rh. 28 cm:
her : huiler • torfe : biðrn...
Hér hvílirTofi Bjarnason(?)
Rúnirnar uiler eru settar saman í eina bandrún og rúnirnar arn í aðra.
Arið 1826 lá steinninn fyrir framan kirkjudyr í Holti, en týndist seinna.
Eitt brot fannst aftur um 1930 og er nú í Þjóðminjasafni. Þessi steinn er
ekki tímsettur í IR. Sennilega hefur sami maður gert bæði (38) og (39)
og líklega á 17. öld.67
39. Holt 2,Vestur-ísafjarðarsýslu, nú týnt brot, 1. 36,5 cm, br. 21 cm:
hier...
Hér...
Aldursákvörðun sjá (38), Holt l.68
Breiðabólsstaður í Vesturhópi, Vestur-Húnavatnssýslu. I fornleifalýsingu sinni
(1816-1817) segir Finnur Magnússon m.a. undir Breidebolstads-Sogn: „Her siges