Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 193
UM MÓNAFAR OGJARÐNAFAR
197
þeir voru seldir.“12 Hér síðar kemur fram að 1885 seldi Torfi mónafarinn
á 12 krónur.
Heimildir eru um að námssveinar úr Olafsdal hafi snemma farið að
leita að rnó með nafri. Olafur Jónsson frá Stafliolti í Stafholtstungna-
hreppi var í skólanum 1881—1883, en um hann segir í Nemendatali:
„Það vottar tiltrú og sjálfstraust, að strax fyrsta sumarið fór hann víða um
Borgarfjörð og hallamældi. Ferðaðist jafnframt um með jarðnafar og leit-
aði að mó.“13
Vorið eftir eða 1884 var í Isafold grein eftir Torfa um starfsemi skólans.
Þar lýsir hann smíðum og telur upp jarðyrkjuverkfæri, sem hafi verið
smíðuð „ ... til heimabrúkunar, og þar að auki hefir verið sniíðað til sölu
8 járnplógar, einnig jafnmörg herfi og hemlar, svo og nokkrar hjólbörur
og jarðnafrar (móratar) og margir þökuspaðar o. fl.“.14 Ekki er annað
dæmi í seðlasafni Orðabókar Háskólans um orðið „rnórati." Næsta víst
er að Torfi hefur sjálfur búið það til, hefur e. t. v. fundist orðið jarðnafar
fremur eiga við stórt verkfæri eins og þeir notuðu Eggert Olafsson og
Bjarni Pálsson, en á það verður minnst hér á eftir.
I október haustið eftir auglýsti Torfi verðlækkun á verkfærum sínum
og kemur þar fram að nokkrir jarðnafrar hafa verið smíðaðir:
Af því jeg hefi verið svo heppinn, að fa allmikið af vönduðu efni
til jarðyrkjuverkfæra með betra verði en að undanförnu, þá hefi
jeg ásett mjer að selja verkfærin framvegis með talsvert lægra
verði, en jeg hefi áður selt, nefnilega: ...jarðnafra til að leita eptir
mó með, á 12 kr.
Til samanburðar um verð á verkfærum má nefna, að verð á hemlum
fyrir 2 hesta er 10 kr. og hjólbörur „með skozku lagi“ eru á 14 kr.15
I Sunnanfara 1901 segir svo um smíðarTorfa í Olafsdal:
Þar að auki hefir hann síðastliðin 20 ár smíðað 44 plóga, 32 kerr-
ur, 48 herfi og jafnmarga hemla, 27 hjólbörur og nokkra jarðnafra
og hestarekur, alt nreð eigin liendi, nema tvö árin síðustu hefir hann
haft járnsmið sér til aðstoðar.16
Eins og fram kom áður í orðumTómasar Sæmundssonar og í frásögn
af amtráðsfundinum á Akureyri hafa ýmsir hugsað sér, að best væri að
jarðnafrar væru í félagslegri eign og Sigurður Sigurðsson víkur að þessu í
tveimur greinum á árunum 1895 og 1896.