Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 234
238
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
FRÁ HINU ÍSLENZKA FORNLEIFAFÉLAGI
AÐALFUNDUR 2001
Aðalfundur hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Norræna húsinu fimmtu-
daginn 27. desember kl. 17.15. Fundinn sátu 28 manns.
Formaður félagsins, Þór Magnússon, setti fundinn og rifjaði upp þætti úr
starfsemi félagsins. Þá greindi hann frá því að árbókin fyrir 1999 væri nú komin
út, alllöngu á eftir áætlun. Stefnt yrði að því að hún kæmi reglulegar framvegis.
Mikilvægt væri að útgáfa hennar félli ekki niður. Tveir félagsmenn hafa látist á
árinu, svo vitað sé, og minntust fundarmenn þeirra með því að rísa úr sætum.
Þeir eru: Guðmundur Kristinsson og Stefán Bogason. Gjaldkeri félagsins, Mjöll
Snæsdóttir, las reikninga félagsins fyrir árið 2000.
Ritstjóri Arbókar, Mjöll Snæsdóttir, greindi frá því að meginefni næsta bind-
is yrði grein eftir Þórgunni Snædal um íslenskar rúnaristur. Stefnt er að því að
Árbók 2000 komi út um mitt ár 2002.
Formaður las upp bréf frá þjóðminjaverði, Margréti Hallgrímsdóttur, til fé-
lagsins þess efnis að Þjóðminjasafni Islands kæmi meir að útgáfu Árbókar en ver-
ið hefði. Nokkrar umræður urðu um bréfið og var stjórn félagsins falið að ræða
um frekari útfærslu á aðkomu Þjóðminjasafns við þjóðminjavörð. Þá fór fram
stjórnarkjör. Stjórnin gaf öll kost á sér til áfrarnhaldandi stjórnarsetu og var
kosin mótatkvæðislaust með lófataki. Hún er þá skipuð sem hér segir til næstu
tveggja ára:
Þór Magnússon, formaður
Elsa E. Guðjónsson, varaformaður
Guðmundur Olafsson, skrifari
Svavar Sigmundsson, varaskrifari
Mjöll Snæsdóttir, féhirðir
Kristinn Magnússon, varaféhirðir
Endurskoðendur eru áfram Björn Líndal og Höskuldur Jónsson.
Að loknu stjórnarkjöri flutti dr. Orri Vésteinsson fornleifafræðingur erindi
um fornleifarannsóknir við Aðalstræti árið 2001 og sýndi margar glærur.
Að erindi loknu báru fundarmenn fram margar fyrirspurnir og athugasemdir.
Til máls tóku Þór Magnússon, Bjarni F. Einarsson, Hafsteinn Sæmundsson, Guð-
mundur Olafsson og Elsa E. Guðjónsson.
Fleira gerðist ekki og var fundi slitið 19.10.
Guðmundur Ólafsson, Þór Magnússon