Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 192
196
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
leyti að neðanverðu, þar sem brúnirnar á pípunni eru beygðar inn
á við; má þá brúnin hægramegin, nefnilega við d., standa dálítið
meira niður en hinum megin. Maður hefir einnig til annarskonar
snáp, sem skrúfaður er neðan á jarðnafra, og er hann sýndur á
uppdrættinum 35 B.; hann er tilbúinn af tveimur pípum, hvorri
innan í annari, og er að framanverðu opinn. Hin innri pípan leikur
nefnilega laus innan í snápnum, og nær hin ytri rönd hennar út úr
ytri pípunni, og er þar beygð út á við, svo að þegar maður borar
niður með nafrinum, þá skellur hin innri pípan fyrir, og byrgir
holið, svo ekki kemst neitt inn í sjálfan snápinn. Þegar maður vill
vita, hvort maður er kominn niður í móinn, snýr maður nafrinum
nokkrum sinnum rángsælis, við það ýtist hin innri pípan til baka,
og snápurinn fyllist. Til þess að annarlegar jarðartegundir blandist
ekki saman við, lykur maður aptur snápnum, með því að snúa
honum nokkrum sinnum á hinn veginn, og dregur hann þar næst
upp. A uppdráttum þeim, sem eru við hliðina og sýna báðar píp-
urnar, kubbaðar unr þvert, sér maður snápinn opinn við a. d., en
lokaðan við c. a. d. — Mó þann, sem maður fær upp í snápnum,
getur maður þurkað og svo brennt, til að reyna hvernig hann er.10
Hér er farið að hugsa fyrir því að nota nafar til að leita að mó, en ekki
er líklegt að margir hafi áður verið til í landinu.Verið getur að mónafar-
inn, sem Finnur á Kjörseyri nefndi og fýrr gat, hafi verið smíðaður eftir
þessari fyrirmynd. Ekki er það þó víst, því að bók Sveins kom út 1875,
en svo er að skilja orð Finns að mónafarinn hafi verið smíðaður 1872
eða eitthvað fýrr.
Fljótlega eftir að bók Sveins kom út var farið að hugsa um jarðnafar
og notagildi hans. I lok nóvember árið 1879 var haldinn Amtsráðsfundur
Norður- og Austuramtsins á Akureyri. I frásögn af fundinum keinur fram
hve amtsráðið taldi jarðnafar mikilvægari en sum önnur landbúnaðar-
áhöld, því að þar segir: „En amtsráðið veitti þar í mót Jónasi 50 kr. styrk
til að kaupa sjer hallamæli og jarðnafar, er það áleit honum ómissandi að
eiga.“n Hér var átt við Jónas Eiríksson búfræðing úr Suður-Múlasýslu,
senr hafði verið á Steini í Noregi, en hann varð síðar skólastjóri búnaðar-
skólans á Eiðum.
Arið eftir, eða 1880, var Olafsdalsskólinn stofnaður og þar voru nrargir
nrónafrar snríðaðir og unr það segir Játvarður Jökull Júlíusson í sögu
Torfa og skólans: ,Jarðnafrar. Þeir voru smíðaðir alls 16, allir á 8 fyrstu ár-
ununr.Voru þeir einkunr notaðir til að leita að mó. Ekki er vitað hvað