Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 196
200
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Orð Guðmundar Björnssonar styrkja það sem að framan sagði um að
mór hefði ekki verið tekinn víða um miðja 19. öld, en á seinni hluta ald-
arinnar hefði mótekja aukist mjög, þ. e. um helming á nærri 16 árum og
á sama tíma hefur mór fundist í 30 hreppum, en sanrt er augljóst, að mó-
tekja hefur aukist mun meira en þeirri fjölgun nemur. Arið 1881 voru
sveitarfélög í landinu 174 en 1901 voru þau 191,22 svo að láta mun nærri
að árið 1885 hafi enginn mór verið tekinn upp í nálega þriðjungi sveit-
arfélaga. Aðstæður kringum aldamótin sýna vel þörfma á leit að mó svo
að eðlilegt er að þá hafi verið smíðaðir og notaðir mónafrar. Mótekja átti
enn eftir að aukast, því að 1915 var hún orðin 313 þúsund hestar.23 Hér
verða ekki raktar heimildir um mótekju lengra á 20. öldinni.
Fleiri heimildir greina frá lítilli mótekju á fyrri öldum. Asgeir Torfason
efnafræðingur, sem fyrr gat, segir svo árið 1906: ,,Hér á landi hefur um
langan aldur verið skorinn mór (svörður) og hafður til eldiviðar,... og sunr-
staðar jafnvel ekki notaður að neinum mun, þótt nóg væri til af honum.“24
1 sanra streng tekur Jón Jónsson læknir á Blönduósi nokkru seinna eða
árið 1912, er hann talar unr mógrafir: „Mjer finst svarðargrafir eða
mógrafir vera tiltölulega svo litlar og óvíða, að það sje lítt hugsanlegt að
mógröftur hafi verið almennur hjer á landi til forna.“25
Eini höfundurinn, sem skrifað hefur sögulega um mó er Þorvaldur
Thoroddsen, en í riti hans, Lýsing Islands, kemur fram að mótekja hafi
þekkst til forna en minnkað á 17. og 18. öld.26 Ahugi hafi aftur á nróti
aukist um miðja 19. öld. Orð Þorvalds eru í fullu samræmi við það sem
hér að framan var rakið, því að mór virðist á seinustu öldum lítið sem
ekkert hafa verið tekinn, a. m. k. í sumum héruðum. Nú geta menn séð
annað verkefni: hvað er vitað unr mótekju á íslandi á miðöldum og síðari
öldum? Það efni verður ekki tekið til umræðu hér, en bent á að víða er
nefnd mótekja í Jarðabók Arna og Páls, stundum sagt að hún sé engin eða
góð.27Væri hægt að fá mikla vitneskju um útbreiðslu mótekju um 1700
eftir henni.
V
Hvaða lærdóma má af þessum tilvitnanatíningi draga? Greinilegt er af
dæmunum um mónafar og orðum Tómasar Sæmundssonar, að mótekja
hefur ekki verið eins algeng snemma á 19. öld og síðar varð.Talað er um
nauðsyn þess að reyna að leita að mó og sá var tilgangurinn með smíði
þessara verkfæra, sem nrargir vildu að bændur ættu í félagi. Hefði mó-
tekja verið almenn áður hefði engin þörf eða markaður verið fyrir jarð-