Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 36
40
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
a) krhknhina-...
b) -rssþnlþerlrnr...
Rúnirnar eru ekki alveg eins á báðum hliðum, því er ekki víst að þær
séu skornar af sama manni. Líklega er um dulmálsletur af einhverju tagi
að ræða. Keflið er sennilega ekki yngra en frá því um 1500.98
Skógar, Rangárvallasýslu, Byggðasafnið, lok af trafaöskjum, frá um 1600, með
höfðaletri og ókennilegum „rúnum" á lokinu, þvm. 25, 5 cm, h. 5 cm. Meðfram
brúninni stendur, að sögn hórðar Tómassonar, með höfðaletri: „Hvað sem þú
gerir, ger það vel“. Höfðaletrið í innra hringnum á öskjunum hefur ekki verið
lesið, ekki heldur „rúnaletrið" í ytra hringnum, samtals 46 stafir, þó er augljós-
lega um einhverja tegund af dulrúnum er að ræða. A byggðasafninu eru einnig
fjalir og steinar með búmörkum og rekamörkum.
68. Þórsinörk, Rangárvallasýslu, Þjms. 330, ferhyrnd hringja, þornlaus,
stærð 3x3 cm. A brúninni þar sem hringjan er rekin saman er letur, h. 0,4
cm, fyrstu fimm stafirnir eru latínustafir, hinir eru rúnir:
REPFAstvr
Reipfastur.
Af ristunni að dæma hefur hringjan verið notuð til að festa reipi. I skrá
safnsins er letrið kallað „illlæsilegur miðaldar-rúnaletursblendingur."
Ekki er útilokað að hringjan sé frá miðöldum. Hún var færð safninu árið
1866 af Guðmundi Péturssyni bónda á Hofi á Rangárvöllum.
69. Indriðastaðir í Skorradal, Borgarfjarðarsýslu, Þjms. 11687, tréreka úr furu,
1. 90,5 cm, br. blaðsins 21,5 cm, rh. 1,8-2,5 cm. Aletrunin, sem er 15,5 cnr
löng, liefst á blaðinu og nær alveg niður að brúninni. Rúnirnar liafa verið
um 2,5 cm háar, en hafa flestar misst neðsta hlutann í sprungunni, sem nær
eftir endilöngu blaðinu fyrir ofan rúnirnar og langt uppá skaftið. Að öðru
leyti eru rúnirnar vel varðveittar og auðlesnar:
boattiatmik • inkialtr • kærþi
Páll lét mik, Ingjaldnr gerði.
Ristarinn hefur snúið l-rúnunum (T) við svo úr verður (1) en slík mistök
voru algeng. Rekan fannst vorið 1933 í gamalli mógröf um 1,5 nr undir
yfirborði mýrarinnar. Hún er heil, en ber merki þess að hafa verið í
notkun lengi, spaðabrúnin er eydd og sprungin og er líklegt að blaðið
hafi upphaflega verið stærra og áletrunin lengri. ILekan er sennilega frá
12. öld og áletrunin því ein af elstu rúnaristum landsins.99