Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
(það átti að vera svo „þjóðlegt"), og var hann ekki látinn standa upp,
heldur lagður, nafn fbður míns á honum með rúnaletri, sem enginn hér
gat lesið. Þessi smekklausa hugmynd var líklega úr Jóni Arnasyni, því
hann var enginn smekkmaður, þótt honum gengi hið bezta til, því
hann bar hreina virðingu fyrir fbður mínum, má og vera að hann hafi
nokkuð farið eftir legsteini Kjartans Olafssonar, sem myndaður er í
ferðabók Eggerts, því það hefur Jón þekkt. En faðir minn var enginn
rúnameistari og gaf sig ekkert að þeirri fræðigrein, og átti þetta því
ekkert hér við. Þessi steinn varð skjótt vallgróinn og horfinn í grasi og
mold, og sést nú ekki lengur, vita því fáir nú, hvar Sveinbjörn Egilsson
hvílir.“88
I kirkjugarðinum við Suðurgötu er einnig minnisvarði yfir Sigurð Vigfússon
fornminjavörð. Sigurður lést 1892 en minnisvarðinn var reistur 25 árum seinna,
1917. Steinninn er grágrýtisbjarg úr Oskjuhlíð og reistur á haugmyndaðri undir-
stöðu á leiðinu, um 20 metra vestan við klukknaportið í miðjum garðinum, h.
195 crn, br. 70 crn, þ. 65 crn, rh. 10 cm. Skrautið á miðfleti er sótt til þiljanna frá
Möðrufelli í Eyjafirði, en það er í Hringaríkisstíl og frá 11. öld.
reykuikinkar reistu stein þennan yfir sigurd son uigfusar forstodumaíin
forngripasafnsTns Sg Síinu eginkSnu hSns
Reykvíkingar reistu stein þennan yfir Sigurð son Vigfúsar forstöðumann Forn-
gripasafnsins og Olínu eignkonu hans.m
Munir
56. Viðey, Reykjavík, Arbæjarsafn V93-372, brot úr rúnakefli, 1. 5,2 cm,
br. 1,7 cm, þ. 0,6 cm, fundið við fornleifarannsóknir 1993, í röskuðu lagi,
í rúst skálans, gólfskán sem hefur verð tímsett til 10. eða 11. aldar. Rún-
irnar benda þó frenrur til 11. aldar, þær eru skornar þvert yfir flötinn,
báðum megin á spýtunni og á annarri brún:
Framhlið: ab : fer : kui :
Brún: iiluek —
Bakhlið: -- a t i : a S t
Rúnirnar á framhliðinni eru upphafið á textanum, endirinn er á bakhlið-
inni. Rúnirnar ati mynda ekki orðið átti því þær eru seinni hlutinn af
lengra orði. En lokaorðið ast gæti verið ást.
James Knirk getur þess til að ab : fer : kui : sé latína og þýði:
„bær/bring den sonr (nom./dat)“. En fremur ósennilegt er að hér sé um
latínu að ræða, a.m.k. ef aldursgreining á gólfskáninni stenst, þar sem