Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 218
222
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
ur í malarlag það sem er undir miðbænum. Þar fyrir norðan mátti sjá
gólfleifar.Við vesturhlið grunns lá neðst stór hella, og var undir henni þró
ofan í mölina, og lá ræsi að henni.15
Arið 1962 voru mannvistarleifar á þessum slóðum kannaðar nteð því
að bora könnunarholur og taka upp jarðvegskjarna. Kannað var svæðið
frá Vonarstræti norður fyrir Gijótagötu og borað allvíða þar sem hægt var
að koma því við, á auðum lóðum og á nrilli húsa. Flestar borholurnar
náðu niður á möl, en jarðvegur reyndist vera um 1-3 m að þykkt, þykk-
astur sunnan við Tjarnargötu 4 og í portinu hjá Suðurgötu 3.16 Hér um
bil allsstaðar þar sem borað var fundust einhverjar leifar eftir mannvist.
Grjót fannst víða, en litið er um það á þessurn slóðum af náttúrunnar
völdum. I fleiri en einni af könnunarholunum mátti sjá gjóskulag það
senr kallað hefur verið landnámslagið á töluverðu dýpi. Nokkru norðan
við húsið Aðalstræti 16 varð í einni holunni vart við lag senr talið var
gólfskán á u.þ.b. 2 m dýpi undir yfirborði.17
Árið 1971 var ráðist í viðanriklar fornleifarannsóknir í nriðbæ Keykja-
víkur. Verkið stóð yfir sunrurin 1971-1975. Grafið var á fjórum auðum
lóðunr í nriðbænunr, Aðalstræti 14 og 18 og hluta lóðanna Suðurgötu 3-
5. I ljós konr að á öllunr þessunr lóðunr voru byggingaleifar frá ýinsum
tínrum.18
A lóðinni Aðalstræti 18 voru leifar byggingar úr torfi nánast beint ofan
á mölinni. I þeirri byggingu var eldstæði í gólfi og var því talið að það
væri íveruhús. Veggir hússins voru nrjög sundurskornir af undirstöðunr
yngri bygginga, en nyrsti lrluti þess var ekki grafinn upp enda lá hann
undir húsið Aðalstræti 16.19 Ekki var hægt að tínrasetja torfbyggingu
þessa nákvæmlega en hún var reist eftir að hið svonefnda landnánrslag
féll, enda var það lag í torfi senr húsið var byggt úr. Þegar uppgröfturinn
fór franr lá ekki fyrir nákvænr tímasetning á gjóskunni, en talið að hún
hefði fallið nálægt 900. 211 Gjóskulagið hefur nú verið tínrasett til 871
+/- 2.21
A lóð Aðalstrætis 14 fundust leifar byggingar frá 19. öld, en þar undir
nrinjar frá tínrunr Innréttinganna. Ekki var grafið á öllu því svæði sem
autt var milli lrússins Aðalstrætis 16 og Grjótagötu, aðallega vegna þess að
það varð að láta hluta lóðarinnnar næst húsinu óhreyfðan, til að raska
ekki þeirri byggingu né hindra starfsenri senr þar fór franr, og einnig var
tínri sá er ætlaður var til verksins takmarkaður. Jarðvegssnið virtust benda
til þess að ekki væri að vænta frekari mannvirkja á þessari lóð.22
Elstu mannvistarleifarnar senr vart varð á lóðinni Aðalstræti 14 þegar
uppgröftur þessi fór franr var veggbútur senr sjá nrátti í sniði við Gijóta-