Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 45
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
49
Á keflinu er einnig annað letur, illt aflestrar. Trafakeflið var fært safninu af
Gunnari Gunnarssyni aðstoðarpresti á Sauðanesi en samkvæmt skránni
var keflið smíðað af Hallgrími föður Þorláks á Skriðu. (Sjá inngang
bls. 5).111
Hof í Vopnafirði, Norður-Múlasýslu. Samkvæmt fornleifaskýrslu Guttorms Þor-
steinssonar var „Rúneskrivt eller Figurer paa Kirkedören a Hofe.“ Af teikning-
unni að dæma voru þetta bandrúnir og búmerki.112
86. Vopnafjörður, Norður-Múlasýslu, Þjms. 727, trafakefli, 1. 61 cm, br. 7,5
cm, þ. 5,2 cm, rh. 2 cm:
arndis þorsteinsd 1707
Arndís Þorsteinsdóttir Í707.
Samkvæmt manntali á Islandi 1703 bls. 387, er Arndís Þorsteinsdóttir
húsfreyja á Kleppjárnsstöðum í Tunguhreppi 58 ára. Gefið safninu 1869
af Sigurði E. Sæmundsen verzlunarstjóra áVopnafirði. Samkvæmt safnskrá
er keflið „smíðað úr birki úr Grafarskógi í Eyðaþinghá, sem nú er upp-
rættur.“113
Skorrastaður í Norðfirði, Suður-Múlasýslu. I fornleifafrásögn séra Benedikts Þor-
steinssonar á Skorrastað segir hann m.a: ”Ad sydurstu er hier i Kyrkiunne Ein
afgómul kvenn sætes Bakfiól, utskorinn med nockurskonar fásiedu letre er
Færster hafa getad kornest frannn úr eda þeckt fýrer annad enn einlægan Skurd
til prydes giórdann, þar i fliótu álite og þó nockud sie grannskodad, synest allt so
sem þad sama, enn hefur þo syna velsetta Stafe eda Runer fýrer þeim senr nidur
i þad komast, ur hverium þannig má lesa: Alla tima vil eg lofa drottinn: þetta
hefur merkur madur nefnt fýrer mier Laufblómaletur.“ 114
87. Ketilsstaðir, Norður-Múlasýslu, Þjms. 12041-2, kaleikur og patína úr
silfri. Kaleikurinn er 12 cm hár, skálin 7 cm í þvermál, stéttin er áttstrend,
7,5 cm í þvermál. Patínan er 11,2 cm í þvm. Neðan á báða gripina er
grafin bandrún, h. 1,2 cm:
eTs
Að öllum líkindum eru þetta upphafsstafir smiðsins. Báðir gripirnir eru
íslenskir og líklega frá lokum 18. aldar. Þeir komu á safnið 1936.
88. Valþjófsstaður, Norður-Múlasýslu, Þjms. 11009, útskorin hurð með
rúnaristu í efri hringnum, h. 206 cm, br. 99,5 cm, rh. um 5 cm:
|----Jrikiakonong : hergrapin : eruadrekaþæna