Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 104
108
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Viðauki I
NORRÆNIR FORNFRÆÐINGAR RANNSAKA
20 BÆJARRÚSTIR í ÞJÓRSÁRDAL
Samtal við Aage Russel
Norrænu fornfræðingarnir, sem ætla að taka þátt í rannsókn bæjarrústanna í
Þjórsárdal eru nú að koma hingað. Danski þátttakandinn, Aage Russel, arkitekt,
kom með Brúarfossi í gær.
Finski þátttakandinnn Jouko Voionamaa og sænsku þátttakeandurnir Marten
Stenberger, dosent í Uppsölum og dr. Albert Nilsson, forstjóri norræna safsins
(Nordiske Museum) í Stokkhólmi, koma með Lyru á mánudaginn.
Af Islendinga hálfu tekur þátt í rannsóknunum Matthías Þórðarson, þjóð-
minjavörður. Einnig tekur þátt í þeim Kristján Eldjárn Þórarinsson frá Tjörn í
Svarfaðardal, og verður hann aðstoðarmaður Aage Russels.
Fornfræðingarnir fara austur í Þjórsárdal um miðja næstu viku. Ekkert er
auðvitað hægt um það segja, að svo stöddu hve lengi þeir verða þar, en líklegt er
að rannsóknirnar standi yfir 4-6 vikur.
Þarna eru alt að 20 bæjarrústir, sem ekki hafa verið rannsakaðar. Er gert ráð
fyrir að starfað verði í fjórum flokkum, undir stjórn hvers hinna erlendu fulltrúa
og að Matthías Þórðarson úthluti hverjum flokki bæjarrústir til uppgraftar.
Fornfræðingunum til aðstoðar verða 20 verkamenn og búa þeir í tjöldum í
dalnurn. En sjálfir búa fornfræðingarnir að Asólfsstöðum.
Tíðindamaður Morgunblaðsins um borð í „Brúarfossi“ segir svo frá samtali,
sem hann átti við Aage Russel.
Samtal við Russel
I Leith bættist herðabreiður og hár maður í hópinn á Brúarfossi. Er mjer var
tjáð, að þetta væri Russel arkitekt, sá er grafa á í Þjórsárdal með Matthíasi Þórð-
arsyni og fleirum, vjek jeg mjer að honum og spurði hvaðan hann kæmi nú, og
hvernig honum segði hugur um gröftinn í Þjórsárdal.
Jeg kem frá Suðureyjum og Orkneyjum. Var jeg þar í boði fornleifafræðinga
til þess, að athuga mjög merkilegar tóftir frá víkingatímunum.
Að hverju leyti voru tóftir þessar merkilegar?
Að því leyti að þær sýna, að húsin hafa verið mjög stór, mun stærri en þekkist
annars staðar, en langeldaþrærnar sýna ótvírætt, að þarna hafa víkingar haft veg-
leg aðsetur, stórar hallir og fjölda húsa. Og það eru ekki einungis fornleifarnar,
sem bera vott um að þarna hafa norrænir menn búið, heldur eyjarskeggjar og