Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 170
174
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
menn hafa nú greint rústirnar að. Þar voru og sunnan túnsins á Barði
tóftir fjárhúsa frá Mel(stað), nefnd Hofshús, byggð eftir 1890 en eydd um
1906.10 Athyglisvert er að Helgi nefnir ekki „Blótstein" sem örnefni,
hann bjó þó í sókninni og þekkti vel til staðhátta.
Finnur prófessor Magnússon segir í samantekt sinni frá 1816-1817 um
merkilegar fornleifar á Islandi, sem enn voru til eða þekktar á 18. öld að
við Hof í Miðfirði sjáist enn tóft af heiðnu hofi og rétt við hana blót-
steinn („Offersteen"). Einnig hafi sézt um miðja 18. öld hoftóft á Steins-
stöðum, en þar sé enginn blótsteinn.11 Er hér nokkur ruglingur. Finnur
segir hér tvær hoftóftir, hvora á sínum stað, sem er greinilega komið frá
hjá Eggerti Ólafssyni og Jóni Grunnvíkingi.
Kristian Kálund segir í sögustaðalýsingu sinni er hann safnaði til 1872-
1874, að á láglendinu næst brekkunni, í svokölluðum Melsbugi, sjáist
rústir af eyðijörðinni Steinsstöðum. Segir hann að menn hafi viljað til-
greina þar rústir býlisins Hofs, sem hann telur ranglega tilkomið vegna
ummæla Eggerts Ólafssonar er frá segir hér áður, enda nefni jarðabækur
ekki þá jörð.12 En bær með þessu nafni var þó hér um hríð, sem fyrr er
getið.
Suður frá núverandi íbúðarhúsi á Barði og innan túns eru tveir grónir
bæjarhólar með skömmu millibili, og má fullvíst telja af því sem síðar
segir, að bærinn Hof hafi staðið á syðra hólnum sunnan við núverandi
bæ á Barði og nú innan túns. Þar hafa menn, er bærinn var byggður hér
á 18. öld, talið „hofið“ hafa verið forðum, og hóllinn er enn kallaður
„Hofhóll“. Hefur því bærinn fengið nafn sitt af hofinu hér til forna, sem
sögnin lifði um. Þegar hóllinn var jafnaður út eftir miðja 20. öld kom þar
upp öskuhaugur og beinarusl svo og byggingagrjót.13
Hins vegar má ætla að bærinn Steinsstaðir hafi staðið þar sem nyrðri
hóllinn er, norður undir núverandi íbúðarhúsi á Barði. Komu líka í Ijós
byggingaleifar er þar var sléttað. Bendir einnig til þess heiti árinnar
Steinsstaðaár, sem rennur skammt fyrir norðan túnið á Barði og er nær
nyrðri rústunum en hinurn.
Jósafat S. Hjaltalín ritaði grein, „Hof í Miðfirði", í Árbókina 1925-26,
einkum til að leiðrétta og skýra staðhætti, en Björn M. Olsen hafði ritað
greinina „Ávellingagoðorð“ i Tímarit Bókmenntafélagsins 1881 og þótti
Jósafat hann ekki lýsa staðháttum þarna nógu kunnuglega.14 Jósafat var
fæddur Miðfirðingur, sonur Sigurðar Jósefssonar Hjaltalíns gullsmiðs, sem
bjó um tíma á Svertingsstöðum og víðar í Miðfirði. Jósafat kveðst oft
hafa átt leið í æsku sinni hjá „hinu forna eyðibýli Hofi, er svo var kallað.
Þessar bæjarrústir eru nokkuð langt út frá Melstað, á svo kölluðum