Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 180
184
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
var útræði, en land hafi breytzt þar mikið af sjávarbroti.19 Ekki virðast
fleiri fræðimenn hafa fjallað um þetta nafn svo orð sé á gerandi.
Þessar fyrrgreindu skýringar og vangaveltur eru reyndar allar hálf
vandræðalegar og fálmkenndar, og hvað Kaplagjótu sem Ægisdyr snertir,
virðist einn taka eftir öðrum. Líklegast á séra Gizur þá hugmynd
upphaflega.
En lítum nú frekar á orðið Ægisdyr.
Ornefnið Dyr eða nafn með þeim orðlið, er þekkt á nokkrum stöðum
á Islandi og er yfirleitt haft um hið sama i landslagi, það er U-laga skörð i
fjöll eða milli kletta. Þekktast mun örnefnið Dyr í Dyrfjöllum milli
Borgarfjarðar eystra og Uthéraðs. Segir séra Ingvar Sigurðsson á Desj-
armýri um Dyrfjöll í Arbók Ferðafélagsins 1957: „I þau hefur sorfizt skarð
eða dyr með geysiháunr standbjörgum beggja vegna.“20
Annað örnefni má nefna, Dyr í Dyrafjöllum á hinni fornu þjóðleið frá
Reykjavík að Nesjavöllum, þar sem Nesjavallaleið liggur nú. Segir í Ar-
bók Ferðafélagsins 1936 þar sem fjallað er um hnjúk við Dyradal: „Sunnan
hans er djúp skora eða gil, og liggur gatan þar upp milli tveggja móbergs-
kletta. Heita þar Dyr, og dregur fjalllendið nafn af þeim“.21
Má einnig nefna skýringu Þórhalls Vilmundarsonar prófessors á heiti
Dýrafjarðar, sem hann telur upphaflega hafa heitað Dyrafjörd og borið
nafn af að milli fjalla beggja vegna fjarðarmynnis opnist eins og dyr til
hafsins.22 Aður hafði Kristján G. Þorvaldsson frá Suðureyri tekið svo til
orða í Arbók Ferðafélagsins 1951, að þegar siglt er inn fjörðinn séu fellin
beggja vegna auðkennandi, „sýnast aðeins vera þröngar dyr millum
þeirra".23 Þá er Dyrhólaey alþekkt, nreð sínum stóru ,,dyrum“, sem eru
þó gat en ekki skarð. Bærinn Dyrhólmar er nefndur í Njálu.24 - I skeija-
garðinum við Stokkseyri eru bæði Dyrós og Dyralón.
Dag einn haustið 1998 stóð ég á tröppum Safnahússins í Eyjum og
blöstu þá við mér „dyr“, og þær ekki alllitlar. Rann þá upp fyrir mér að
þetta niyndu líklegast vera hinar fornu Ægisdyr, og vart gæti leikið vafi á.
Þetta er skarðið nrikla milli Heimakletts og Klifsins, hárra og snarbrattra
hamrahlíða sem setja mikinn svip á umhverfið allt, en á milli er lágt Eið-
ið, Þrælaeiði.
Skarðið fellur mjög vel að dyra-örnefnum á Islandi. Það mun þó ekki
hafa neitt sérstakt heiti né verður bent á annað nafn þess í ritum, nema
þá Ægisdyr.
Síðar sá ég reyndar að Helgi Benónýsson nefnir í bók sinni Fjörutiu ár
í Eyjum, að vísu án frekara umtals, að Ægisdyr séu þar sem „opnast dyr