Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 87
,POMPEI“ ISLANDS
91
Hinn 21.janúar 1942 skrifaði Norlund Stenberger: „Að sjálfsögðu skal
ég gjarnan skrifa innganginn að Islandsbókinni ykkar, úr því að þið náið
ekki sambandi við Þórðarson".57 Hann bætti við „Mér þykir leitt að þér
skuli vera á móti skapi að bókin komi út á norrænum tungum. Eg er
eindregið þeirrar skoðunar að við gerum of rnikið úr því að nota erlend
mál í norrænum vísindaritum okkar. Við verðum að gæta þess að nor-
rænu málin okkar setji ekki ofan.“58 Roussell studdi Norlund í þessari
afstöðu og lagði áherslu á það við Stenberger hve mikilvægt það væri,
sérstaklega á þessum tímum að gefa út slíka samnorræna bók. Finnski
þjóðminjavörðurinn Nordman var einnig á sama máli og Norlund og
Stenberger lét undan óskum þeirra.
Stenberger liafði vonast til að bókin gæti komið út 1942, en fékk ekki
greinarnar nógu snemma til þess. Nilsson, sem fram að þessu hafði ekki
sýnt neinn áhuga á útgáfunni, fór nú skyndilega fram á að eiga ritgerð í
bókinni. Stenberger hafði líka spurt Sigurð Þórarinsson, hvort hann vildi
skrifa almennan inngang um Þjórsárdal og sögu hans, enda hafði Sten-
berger ekkert heyrt frá Matthíasi Þórðarsyni og var orðinn úrkula vonar
um að fá neitt frá honum. En nú lét Matthías heyra í sér, og vildi fá að
skrifa innganginn, sem Sigurður Þórarinsson var þá búinn að skrifa.
Að lokum tókst Stenberger að safna saman öllum greinunum, og nú
hafði hann bara áhuga á að koma bókinni út. Hann stefndi að því að hún
gæti komið út á tilteknum degi — hinn 9. apríl 1943, þegar þrjú ár voru
liðin frá því að Þjóðverjar hernámu Danmörku og Noreg. Honum tókst
ekki að minnast dagsins á þennan hátt — bókin Forntida Gdrdar i Island
kom ekki út fyrr en í maíbyijun.59 Auk þess að fjalla um rústir þær sem
upp höfðu verið grafnar innihélt bókin mikilvægan samanburðarkafla
eftir Roussell60 og einnig kafla Sigurðar Þórarinssonar um sögu og jarð-
fræði dalsins og rannsóknir hans á gjóskulögum (13. mynd).61 Þá skal að
lokum getið um kafla Nilssons um síðari tírna byggingarhefðir á Islandi62
og sérfræðiskýrslur um mannabeinin frá Skeljastöðum eftir Jón Steffen-
sen (1905-1991) og um húsdýr á Islandi á miðöldum eftir Magnus Deg-
erbol (1895-1977).63
Bókinni virðist hafa verið vel tekið á Norðurlöndum. En svo er að sjá
að hún hafi ekki verið kynnt að ráði á Islandi. Eftir stríð virðist Matthías
Þórðarson hafa sneitt hjá þeim Stenberger og Roussell, og hann ræddi
aldrei bókina við þá (14. mynd).64 Megnið af þeim hluta upplagsins sem
sendur hafði verið til Islands, var sent aftur til forlagsins, Munksgaards, í
Kaupmannahöfn nokkrunr árum síðar, og kom það Roussell og Stenber-
ger mjög á óvart. Stenberger reyndi eftir stríð með samþykki Roussells