Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 93
„POMPEI" ISLANDS
97
Þjórsárdal og í Borgarfjörð. Þar sá Lisa ísleifsstaði, sem Márten hafði grafið
upp 1939 og varð djúpt snortin.77
Voionmaa kom til Islands í fyrsta skipti til að taka þátt í rannsókninni í
Þjórsárdal. Dvölin reyndist afdrifarík fyrir framtíð hans. Meðan á upp-
greftinum stóð fékk hann unga finnska stúlku í heimsókn. Hún hét Liisa
Tanner, og hafði nýlokið kandídatsprófi við Helsingforsháskóla og fór
nreð vinkonu sinni til Islands til að halda upp á áfangann. Hún hafði
stundað nám hjá föður Voionmaa, sem var prófessor í sögu, og hafði
einnig lagt nokkra stund á fornleifafræði. Hún hefur því ekki verið með
öllu ókunnug Jouko, þegar hún kom í uppgröftinn. Það tókust ástir með
þessu unga fólk á Islandi og innan árs voru þau gift. Þau eignuðust sjö
börn. Þegar þurfti að velja guðföður handa þriðja barninu, sem skírt var
Marjatta, varð Márten Stenberger fyrir valinu.78
Roussell átti heldur ekki afturkvæmt til Islands, þó að hann héldi nánu
sambandi við Kristján Eldjárn. Með styrjöldinni lauk störfum Roussells í
löndunum umhverfis Norður-Atlantshaf. Þegar Norlund tók við starfi
forstöðumanns danska þjóðminjasafnsins í Kaupmannahöfn 1938 tók
Roussell við stjórn 2. deildar safnsins af Norlund. Eftir þetta fékk hann
önnur verkefni og tímabili í danskri rannsóknasögu var lokið. Síðasta
verk Roussells urn norræna byggingarsögu kom út 1953, en handrit þess
hafði verið tilbúið 1940.79 Roussell, sem hafði sjálfur tekið lítinn þátt í
andspyrnuhreyfingunni á hernámsárunum, varð 1957 fyrsti forstjóri nýs
safns um frelsisbaráttu Danmerkur (Museet for Danmarks Frihedskamp).
I septemberbyrjun 1970 kom Kristján Eldjárn í fyrsta sinn í opinbera
heimsókn til Kaupmannahafnar sem forseti Islands. Hann hélt þá mót-
töku og var þangað boðið ýmsum gömlum vinum hans, meðal annarra
Aage Roussell. Kristján gekk unr og spjallaði við gesti sína, og kom
einnig til Roussells og spurði: „Og hvernig líður þér, Roussell?“ Svarið
var: „Mér líður eins illa og nokkrum manni getur liðið!“Við þetta svar
féll talið niður, enda gat Kristján ekki áttað sig á hvað Roussell var að
fara. En Kristján vissi ekki að Roussell kenndi þá þegar meins þess er dró
hann til dauða innan við tveim árum síðar.80
Þjórsárdalur eftir 1939
Þjórsárdalur var ef til vill ekki besti staðurinn senr leiðangurinn hefði
getað valið, þegar litið er til þess hve illa ntargar rústanna voru varðveitt-
ar. Norlund hafði frá upphafi hugsað sér að byrjað yrði á undirbúnings-
rannsókn. Slík rannsókn hefði kannski vakið spurningar um hvort þessi