Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 232
236
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verið lögð ofan á hinn látna, eins og í kumli sem nýlega var grafið upp, kt. 16 á
Skarðstanga (bls. 60-61), kuml með grjóthleðslum, kt. 9 við Rangá eystri (bls.
52-56), kuml með lágum haug úr mold og grjóti eins og í Kaldárhöfða, kt. 37
(bls. 87-91) og kurnlið kt. 54 í Vatnsdal, þar sem bátgröf hafði verið tekin í sand-
hól (bls. 115-119). Allar eiga þessar gerðir kumla sér hliðstæður annars staðar,
einkum og sér í lagi í Skotlandi.
Ahugavert er þegar hægt er að sjá hvað lagt hafði verið undir hina látnu, eins
og á Brimnesi (kt. 79, bls.142-144) þar sem sjá mátti leifar birkigreina. Langt er
síðan það kuml fannst, en nýlegar uppgötvanir annars staðar benda til þess að
slíkur umbúnaður hafi ekki verið fatíður. Dæmi er kuml í Balnakeil í Sutherland
í Skotlandi, þar sem drengur hafði hvílt á lagi af fiðri. Frágangur grafa á yfirborði
er með ýmsu móti, og er ekki að sjá að fastmótaðar venjur hafi gilt um hann.
Ætla mætti að hann hafi skipt minna máli en nálægð við aðrar grafir eða lega í
landslagi. Ljóst er að ekki hafa fundist grafir, hvorki stakar né kumlateigar, nálægt
þekktum bæjarstæðum frá sama tíma. Slíkt virðist algengt bæði annars staðar á
Norðurlöndum og á Bretlandseyjum.
Mikil vinna hefur verið lögð í að fjalla um haugféð sjálft og leitast við að
greina vísbendingar um uppruna landnema víðar en frá Norðurlöndum.Vitað er
að hluti landnámsmanna kom frá Bretlandseyjum til dæmis og gripir upprunnir
þar hafa fundist ineðal haugfjár; dæmi um slíka gripi eru litlu bjöllurnar úr
bronsblöndu sem gerðar eru á Bretlandseyjum (t.d. kuml 54), annað dæmi eru
hringpqónar af dæmigerðrir írskri gerð (dæmi mynd 281, 378) eða einfalt arm-
band úr tálgukoli eða brúnkoli frá Álaugarey (rnynd 306-307, 390), sem á nána
hliðstæðu á Katanesi og kann að vera frá Englandi. Ekki er fátítt að engil-
saxneskar myntir finnist í gröfum frá víkingaöld, og er athyglisvert að sjá íslenskt
dæmi þess í gröfinni frá Eyrateigi (kt. 144, 231-232). Rétt hefði verið að það
kæmi fram í enska útdrættinum að myntin væri slegin fyrir Edgar eða Edvig í
stað þess að gefa aðeins sláttutímabil. Aðrir gripir sýna sambönd við fjarlæg lönd,
þó óvíst sé að eigendurnir hafi komið þaðan. Dæmi eru tungulaga nælur í
kumlinu 37 frá Kaldárhöfða (28. mynd, 90), sem benda til hugsanlegra tengsla
við Karlungaríkið, og kúfiskir dírhemar úr Mjóadal (kt. 45, bls. 562) eða Vatns-
dal, (kt. 54 bls. 564) sýna einnig sambönd við fjarlæg lönd.
Algengt er á Islandi að dýr séu meðal haugfjár, margir hundar (alls 20) en
langsamlega mest af hrossum (113). Þau hafa verið verðmætir gripir, og er at-
hyglisvert að svo margir hestar voru lagðir i kuml. Á Katanesi þar sem fornrit
benda til þess að norrænir menn hafi ræktað hross, hafa ekki fundist nein dæmi
þess að hestar væru heygðir með mönnum. Aðeins örfá dæmi eru um þann sið
frá Bretlandseyjum þó að hann sé algengari á Norðurlöndum.
I umræðukaflanum eru dregnar saman ýmsar almennar upplýsingar um haug-
féð og grafirnar sjálfar og m.a. fjallað um hve stakar grafir virðast vera algengar.
Þar sem nákvæmar úttektir hafa verið gerðar á haugfé, eins og James Graham-
Campbell og Caroline Paterson vinna nú að fyrir Skotland, sýnir það sig að oft