Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 179
ÆGISDYR OG FJOSAKLETTUR
183
utan og þeir myndað op er líktist dyrum, en sjórinn hafi síðan brotið þá
niður. Víkur hann þó einnig að því, hvort Heimaklettur og Kornhóls-
hæð, beggja vegna Leiðarinnar, hafi orðið tilefni nafnsins, en hafnar því
jafnskjótt, þar sem Kornhólshæð sé allt of lág til slíkrar nafngiftar.13
Dr. Þorkell Jóhannesson ritaði bókina Örnefni í Vestmannaeyjum er kom
út 1938, ítarleg greinargerð og lýsing á örnefnum. Um Ægisdyr tekur
hann aðeins upp klausuna úr Hauksbók svo og orð Arna Magnússonar,
en fjallar ekki frekar um örnefnið.14
Sigfús Johnsen bæjarfógeti segir í Sögu Vestmannaeyja, að ýmsir hafi
„viljað binda nafnið Ægisdyr við sjávarvik nálægt Heijólfsdal, sem nefnt
er Kaplagjóta eða Kaplagrjót, og hafa talið það liggja næst orðalaginu í
Landnámu, og þarna séu hinar fornu Ægisdyr“.15 Fellst Sigfús þó ekki á
að þetta fái staðizt, þetta sé of lítið sund senr endi við urðarbás, það sé svo
örmjótt að eigi verði róið þar með árurn á bæði borð, hér sé afar brima-
samt og staðurinn með síztu lendingarstöðum í Eyjum. Hafi svo mikil-
fenglegt nafn, Ægisdyr, hlotið að eiga við meira sjávarsund og rnuni helzt
hafa verið tengt við aðal skipaleiðina, og hljóti Ægisdyr að vera forna
Leiðin, innsiglingin til Eyja. Eigi nafnið við hana og sjálfa Víkina, þar senr
lendingin var og höfnin er nú.
Gísli Lárusson í Stakkagerði segir hins vegar í örnefnaskrá sinni um
Vestmannaeyjar, og vitnar til Vestmannaeyjalýsingar séra Gissurar Péturs-
sonar og séra Jóns Austmanns o. fl., að það sé almenn sögn að Kaplagjóta
hafi verið nefnd Ægisdyr. Kveðst Gísli sjálfur hafa róið þar inn skipum
oftar en einu sinni og affermt fugli, sé sundið ekki svo þröngt sem nrenn
láti. - Kernur þetta reyndar í bága við frásagnir annarra um Kaplagjótu.16
Höfundur Arbókar Ferðafélagsins 1948 um Vestmannaeyjar, Jóhann
Gunnar Olafsson bæjarfógeti, telur að Ægisdyr geti ekki verið sama og
Kaplagjóta, en ekki fjallar liann ítarlega um nafnið eða hvar Ægisdyr hafi
verið. Hann álítur höfnina þó ekki koma til greina en virðist helzt telja
að Ægisdyr hafi verið á Torfmýri nærri sjónunr, en landslag síðan tekið
miklum breytingum „drangar hrunið og hlið horfið.“17
Jakob Benediktsson nefnir aðeins þessar ágizkanir manna um Ægisdyr
í Landnámuútgáfu sinni, en telur allt óvíst um staðinn.18
Að lokunr má nefna, að Haraldur Guðnason tekur upp í bók sinni um
Vestmannaeyjar, sem heitir einmitt Við Ægisdyr, nokkrar þessar hug-
myndir manna, sem flestar hafa verið nefndar hér að framan. Ekki færir
hann fram eigin skoðun eða uppástungur, dregur þó helzt fram hug-
myndir þeirra Jóhanns Gunnars Olafssonar og Einars Guðmundssonar
um að Ægisdyr muni hafa verið á vestanverðri Heimaey, þar sem lengi