Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 194
198
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Fyrri greinin eftir Sigurð Sigurðsson er í Búnaðarritinu og þar stendur:
Jarðnafar er sjerstaklega notaður til þess að leita að mó. Hann er
ýmist í einu lagi eða fleiri pörtunr. Samsettir jarðnafrar eru betri
og þægilegri í nteðferð. Ætti hvert búnaðarfjelag að eigi þfo] einn
jarðnafar, því opt getur það borið við, að hans þurfi við til að leita
að nró.Jarðnafrar munu kosta 20—30 kr.17
Einnig skrifaði Sigurður grein í Fjallkonuna 26. maí 1896 og fjallaði
þar unr styrk til búnaðarfélaga og þar stendur:
Þá er styrkrinn oft notaðr til verkfærakaupa, og álít ég það hyggi-
legt, þegar um þau verkfæri er að ræða, sem eru sjaldgæf, og hverj-
um einstökum um megn að eignast, svo sem plóg, herfi, hestareku,
jarðnafar og fleira.18
Þetta er mjög eðlilegt, þar sent ekki þurfti að nota jarðnafar daglega
á hverjum bæ. Eitthvað hefur verið um það að búnaðarfélög keyptu
mónafra, því Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri hefur frætt mig á því,
að Búnaðarfélag Andakílshrepps hafi 1905 „keypt mónafar, áhald til að
leita að mó.“ Næsta víst nrá telja, að verkfærið sé konrið úr Olafsdal
og fyrir milligöngu Hjartar Snorrasonar skólastjóra á Hvanneyri, senr
var tengdasonur Torfa í Ólafsdal. Þetta sýnir einnig, að leitað hefur
verið að ntó fyrir elstu manna minni, þess vegna er eðlilegt að enginn
hafi þekkt mónafar og notkun hans. Þegar greinin var komin í próförk
sendi Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri ljósrit af eignaskrá
Gróðrarstöðvarinnar í Reykjavík: „Skrá yfir verkfæri hjá
Búnaðarsambandi Suðurlands l.janúar 1911.“ Meðal þeirra verkfæra
var einn mónafar.
Asgeir Torfason efnafræðingur, sonur Torfa í Ólafsdal, rannsakaði rnikið
mó og skrifaði um hann í byrjun 20. aldar.19 A einum stað kemur glögg-
lega fram að hann hefur haft mjög mikil not af jarðnafri og á þann hátt
sem til var ætlast, en hann segir:
Auk þessara þriggja sýnishorna rannsakaði eg tvö sýnishorn af mó
úr kringlumýri. Er annað þeirra (I) meðaltalssýnishorn af hér unt
bil 200 litlum sýnishornum er tekin voru með jarðnafri, með 100
álna millibili og á mismunandi dýpt.20