Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Má ég ekki i fullri alvöru taka til þar sem frá var horfið og
leggja til að þér eigið frumkvæði að raunverulegum samnorræn-
um uppgrefti á íslenskum bæjarrústum t.d. sumarið 1935. Það yrði
þá undir yfirumsjón yðar, en hver okkar fengi rúst eða uppgraftar-
stað, þar sem við gætum unnið sjálfstætt, helst svo nálægt hver
öðrum að við gætum heimsótt hver annan, rætt þau vandamál sem
við væri að glíma og lært af verklagi hver annars. Þannig yrði ís-
lenskur, norskur, sænskur, finnskur? og danskur uppgraftarstaður.
Fundnir gripir tilheyra að sjálfsögðu safni yðar og niðurstöður
verður að birta sameiginlega.
Hver þátttakandi fyrir sig verður auðvitað að útvega nauðsyn-
legt fé, en samstarfið mun vafalaust auðvelda öllum að fá framlög.
Eg er viss um að slíkurn áformum verður tekið fagnandi bæði í
Noregi og í Svíþjóð; Stenberger, sem var með okkur 1932, hafði
mikinn áhuga, sama má segja um Norðmenn, sem ég hef aðeins
nefnt þetta við. Það væri miklu meira virði en heil norræn ráð-
stefna, og þar við bætist að sem stendur er mikill áhugi á íslensku
framlagi á sviði húsarannsókna eftir allt sem gert hefur verið í öðr-
um löndum á síðustu árunr, verk Hatts hér, Stenbergers og fleiri á
Gotlandi og Olandi.Jan Petersens og Griegs í Noregi og að lok-
um mín eigin á Grænlandi
Mér sýnist að slík áætlun mjög vænleg frá ýmsum sjónarmiðum
og mér leikur mikil forvitni á að vita hvað yður finnst.16
Matthías Þórðarson svaraði fáum vikum seinna, nánar tiltekið 15. júní:
Kæri vinur. Þakka bréf yðar frá 25. apríl, sem ég fékk þegar ég
kom heim úr utanlandsferð fýrir nokkru. Eg bið yður að afsaka að
ég hef ekki svarað fyrr.
Eg tel það gæti verið prýðilegt ef hægt væri að hrinda í fram-
kværnd hinu fýrirhugaða norræna samstarfi um rannsóknir fornra
bæjarrústa hér á Islandi og mér sýnist áætlun sú sem þér hafir sett
fram álitleg. Best væri ef við gætunr rætt það nánar, einkum ef það
gæti gerst hér, þar sem kannski væri hægt á sama tíma að líta á
a.m.k. nokkrar af þeim bæjarrústum senr komið gætu til greina, og
fara saman yfir lista yfir þekktar bæjarrústir sem lýsing er til af.
Hins vegar er léttara fýrir ýmsa áhugasama og hugsanlega þátttak-
endur í rannsóknunum að hittast í Kaupmannahöfn eða í Svíþjóð
en hinum megin við Atlantshaf. Það verður að semja um ákveðnar