Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 75
„POMPEI" ISLANDS
79
yrði farinn næsta sumar, og yrði að taka tillit til þess í sambandi við
þýsku rannsóknirnar á Sœbóli.28
Þeim Stenberger og Roussell leist greinilega ekkert á áhuga Þjóðverja
og líkurnar á því að þýskur rannsóknarleiðangur yrði á ferðinni. Hinn
21. mars skrifaði Stenberger Roussell:
Eitt í viðbót. Sænsk-íslenska félagið í Stokkhólmi hefur nýlega
haft samband við mig og spurst fyrir um, hvort ekki væri hægt að
efna til norrænnar „viku“ í Reykjavík þegar við verðum þar (sér-
staklega með tilliti til alls þess þýska áróðurs sem sagt er að rekinn
sé á Islandi sem stendur). I þessari norrænu „viku“ ætti að hver
þátttakandi leiðangursins að halda sitt erindi í háskólanum í
Reykjavík um norræn efni, fornleifafræði og þjóðfræði, jafnvel um
uppgreftina á Grænlandi og svo framvegis, og einnig þá uppgrefti
sem þá standa yfir á Islandi, til þess að láta leiðangurinn með því
eiga þátt í því að styrkja böndin milli Islands og annarra Norður-
landa. Ef við erum reiðubúnir til að annast fyrirlestraröð í Reykja-
vík, ætlar Sænsk-íslenska félagið að sjá til þess að háskólinn í
Reykjavík bjóði okkur.29
Roussell svaraði fáum dögum síðar: „Uppástungan unt að halda nor-
ræna viku í Reykjavík er prýðileg, og verður studd eindregið af Dönum.
Við leggjum til að þér ræðið áfram við Sænsk-íslenska félagið, eins og
við hér hefjum viðræður við dönsku deildina.“ Sama dag sagði Roussell
Matthíasi Þórðarsyni frá innihaldi bréfs þess, sem hann var nýbúinn að
senda Stenberger, um leið og hann spurðist fyrir um ýmislegt um fram-
kvæmd verksins.30
Matthías reyndi í bréfi 15. apríl 1939 að létta áhyggjunum af Roussell:
„Hér er ekki rekinn neinn þýskur áróður, en Þjóðverjar eru eins og þeir
hafa lengi verið mjög áhugasamir um bókmenntir, fornleifar, náttúruvís-
indi og annað á Islandi. — Eg á líka von á nokkrum þýskum fornleifafræð-
ingum í sumar, sem hafa áhuga á að taka þátt í rannsóknum á hofrúst“.31
Málinu var þó ekki lokið. Hinn 11. júní skrifaði Stenberger Roussell,
að hann hafi ekki heyrt nánar um norrænu vikuna sem stungið hafði
verið upp á. Hann ætlaði þó til vonar og vara taka með sér nokkrar
skuggamyndir.32 Sama dag skrifaði StenbergerVoionmaa:
Norræna félagið hefur stungið upp á því að skipulögð verði „nor-
ræn vika“ í Reykjavík meðan uppgröfturinn stendur yfir. Hug-