Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 204
208
ARBOIC FORNLEIFAFELAGSINS
Þess má geta að í þessum sögnum um heitavatnsskírn er greinilega fal-
ið minni, sem er sennilega öðrum þræði spaugilegs eðlis. Það byggir á
því að í guðfræði miðaldakirkjunnar þótti skipta nokkru máli að skírnar-
vatnið væri kalt enda dregur höfundur Kristni sögu athygli lesandans að
þessu. Annarsvegar er minnið angi af alþjóðlegu minni um tregðu
trúskiptinga við að gangast fullkomlega undir alla siði og kenningar
kirkjunnar og hinsvegar er það skylt alkunnu minni í íslendingasögum
(og íslenskum skáldskap fram til þessa dags) unr heimóttalega pragmatík
Islendinga. Með öðrum orðum þá gátu bændur og höfðingjar vandræða-
lítið komið sér saman um að skipta allir um trú í einu vetfangi en þeir
ætluðu hins vegar ekki að taka áhættuna á því að fá kvef svona rétt fyrir
slátt með því að fara að sulla í köldu vatni, en vitanlega er ætlast til að
lesandinn skilji að um niðurdýfmgarskírnir var að ræða.
Ekki er vitað um neina Reykjalaug í Laugardal en fáar eða engar laug-
ar aðrar enVígðalaug eru á þessu svæði sem kænru til greina fyrir niður-
dýfmgarskírnir.
I Biskupaannálum Jóns Egilssonar sem ritaðir voru á árunum 1601 til
1605 er greint frá för Norðlendinga til Skálholts vorið 1551 til að sækja
lík Jóns Arasonar biskups og sona hans, Björns og Ara, sem hálshöggnir
höfðu verið haustið áður. Norðlendingar vildu ekki dvelja lengur en
nauðsyn krafði nieðal óvina í Skálholti og gerðu því ekki meir en að
grafa líkin upp og „köstuðu þeim moldugum í kisturnar, og höfðu sig
svo á burtu og til Torfastaða um kveldið. ... Að morni fluttu þeir þá út
að Laugarvatni, og tjölduðu þar yfir þeim og þvoðu þar líkin, og bjuggu
um þá þar til fulls, og fóru svo norður til Hóla ...“4 Ekkert annað kemur
frarn í þessari frásögn, sem verður að teljast alltraust heimild svo langt
sem hún nær, um hvar á Laugarvatni líkin voru þvegin, en í seinni tíð
hafa sex stakir steinar nokkrum metrum austan við Vígðulaug, verið kall-
aðir Líkasteinar. Fylgir sú sögn steinunum að á þá hafi líkbörur þeirra
feðga verið settar og líkin hafi verið þvegin úrVígðulaug.
Allmiklum erfiðleikum er háð að kornast að aldri sagna umVígðulaug
og Líkasteina en ljóst virðist að þær eru ekki ýkja gamlar, eða hafa að
minnsta kosti ekki náð útbreiðslu að ráði fyrr en síðustu áratugi.
A sjötta áratug 18. aldar ferðuðust þeir Eggert Olafsson og Bjarni Páls-
son um allt Island til að semja lýsingu þess, einkum með tilliti til náttúru-
gæða. Beindist áhugi þeirra meðal annars að hverum og heitum laugum
og lýsa þeir mörgum slíkum í Ferðabók sinni. Þannig fjalla þeir ítarlega
um hina hlöðnu laug í Haukadal auk annarra frægra lauga eins og
Snorralaugar i Reykholti. Þeir rekja sagnir um notkun lauganna á mið-