Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 74
78
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
valinn til að vera fulltrúi Finnlands. Hann hafði ekki fengist við fornleif-
ar neitt líkar þeim sem biðu hans á Islandi og hafði fremur litla reynslu
af uppgrefti. Ungur Islendingur, Kristján Eldjárn (1916-1982), sem var
við fornleifafræðinám hjá Jóhannesi Brondsted (1890-1965) i Kaup-
mannahöfn, var ráðinn aðstoðarmaður Roussells — samstarf þeirra hafði
hafist 1937 við uppgröft íVestribyggð á Grænlandi. Annar ungur Islend-
ingur var fenginn til að starfa með leiðangrinum, Sigurður Þórarinsson
(1912-1983), sem var við jarðfræðinám í Stokkhólmi. Hann vann að
doktorsritgerð um tímasetningu öskulaga frá eldgosum.24 Aðrir þátttak-
endur væntu góðs af starfi hans og þeirri þýðingu sem það gæti haft
fyrir fornleifarannsóknirnar.
„Hér er ekki rekinn neinn þýskur áróður“
En það voru líka aðrir sem höfðu áhuga á íslenskum fornleifum í lok
fjórða áratugarins og höfðu allt önnur markmið. Arið 1935 hafði nasista-
stjórnin í Þýskalandi sett á stofn mikla menningarstofnun sem átti að
skipuleggja menningarstefnu nasista og vera hugmyndafræðileg yfirbygg-
ing yfir önnur verk SS. Þetta metnaðarfulla fyrirtæki, sem Heinrich
Himmler (1900-1945) stýrði, var kallað Almenerbe.
I Ahnenerbe var lögð mikil áhersla á svonefnda rannsóknaleiðangra,
sem voru aðferð til að útvega nýjan efnivið til rannsókna. Tvennt vafðist
þó fyrir Ahnenerbe á árunum fyrir stríð.Annað var skortur á vel mennt-
uðum vísindamönnum í landinu og hitt að jafnvel þessir menn áttu erfitt
með að útvega nauðsynlegt fé. Meðal annars varð að hætta við leiðangur
til Grænlands 1937 sem rannsaka átti forsögulegar minjar.25
Málvísindamaðurinn Bruno Schweizer (1897-1958), sem var yfirmað-
ur Detmolder Abteilung fiir Gernmnen Kundé, hafði gert áætlun í mars 1938
um vísindaleiðangur til Islands, en í júní sama ár varð Walther Gehl
(1905-1941), norrænudoktor frá Leipzig, að segja Matthíasi Þórðarsyni
að hann hefði fengið að vita frá Berlín að ekki væri til fé og búnaður til
að ráðast í fýrirhugaðar rannsóknir næsta sumar.26 Það sem Schweizer
hafði áhuga á voru gömul heiðin guðahof, og einkum leist honum vel á
Sœból í Dýrafirði. Gehl ritaði síðar grein um hof. 27
En áhugi Þjóðverja á leiðangri hélt áfram þó að ekki tækist að finna fé
1938, og nú hugðust menn gera út leiðangurinn árið eftir. Þá var Matthías
Þórðarson skyndilega í nokkrum vanda, þegar tveir alþjóðlegir vísinda-
leiðangrar voru í undirbúningi og áttu að eiga sér stað sumarið 1939. I
bréfi frá 9. mars 1939 sagði Matthías Gehl að Þjórsárdalsleiðangurinn