Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 34
38
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
15. mynd. Rúnakeflið frá Bergþórshvoli (63) hefur sennilega verið borið sem verndargripur.
(Ljósm. Þjóðminjasafn).
Keflið fannst 1925 og kom á safnið árið eftir. Það fannst á um 1 m dýpi í
jörðu þegar grafið var fyrir kjallara á nýju húsi. Rúnirnar eru verr farnar
á hlið b, sérstaklega seinni helmingurinn, þar er kefhð mun dekkra
(brennt?). Fyrir framan fyrstu rún hefur verið tálgað úr keflinu, þar eru
líka tvö göt sem band gæti hafa verið dregið í gegnum. Algengt var að
rista rúnastafrófið á gripi sem vörn gegn illum vættum eða öndum (sbr.
65). Setningin sator arepo... þjónaði sama tilgangi og keflið hefur eflaust
verið verndargripur af einhverju tagi.Tímasetning í IR 17.-18. öld.95
64. Arkvöm, Rangárvallasýslu, Þjms. 15733, snældusnúður úr móbrúnum
leirsteini, þvm. 5,7 cm, þ. 2 cm, gatið 1,7 cm, rh.l ,6 cm.
Rúnirnar eru á neðra borði og meðfram brún:
iuanha
JóhannaQ).
Rúnirnar eru fremur vel varðveittar, nerna þar sem kvarnast hefur úr
steininum. Gefinn safninu 1956 af Páli Sigurðssyni bónda í Arkvörn í
Fljótshlíð. Ekki er hægt að tínrasetja rúnirnar með vissu en þær gætu
verið frá miðöldum.
65. Stóramörk, Rangárvallasýslu, Þjms. 10100, snældusnúður úr leirsteini,
þvm. 5,5 crn, gatið 1,4 cm, rh. 1,1 cm:
: mariafuþorkhniastbmly
Snúðurinn fannst sumarið 1926 og kom árið eftir í Þjóðminjasafn.
Rúnastafrófið var rist á muni, oft ásamt dýrlingsnöfnum eða bænum, sem
vörn gegn illum öndum eða vætturn, sjá einnig (63) og (72). María er
vafalaust nafn Maríu meyjar, en það tíðkaðist ekki sem skírnarnafn fyrir
siðbót. Eins og snúðurinn frá Fíruna hefur þessi verið talinn grænlenskur