Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 47
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
51
91. Þjms. 5026, rúmfjöl með bandrúnum, 1. 98 cm, br. 18 cm, þ. 2 cm, rh.
5 cm. Fjölin er hringmynduð til beggja enda, í öðrum hringnum er ár-
talið 1837 og i hinum stafirnir AGS og EVD, en þeir benda til að fjölin
sé úr hjónarúmi. Hvert orð er ein bandrún:
lattu nu liosid þitt lisa uid rumid mitt hafdu þar sess og sæti
signadi iesus mæti
uak þu minn iesus uak þu i mer uaka lattu mig eins i þer
salin uaki þo sofni lif se hun ætid i þinni hlif amen
Láttu nú Ijósið þitt
lýsa við rúmið mitt.
Hafðu þar sess og sæti
signaði Jesus mœti.
Vak þú minnjesús, vak þú í mér.
Vaka láttu mig eins í þér.
Sálin vaki þó sofni líf
sé hún œtið í þinni hlíf.Amen.
Fyrri hlutinn er úr gömlum kvöldsálmi, en ekki er mér kunnugt úm
höfund hans. Seinni hlutinn er 24. og lokaerindið í 4. Passíusálmi. Rúm-
fjölin kom á Þjóðminjasafn 1903. Fangamörkin gætu verið Arna
Guðmundssonar og konu hans Elínar Vigfúsdóttur en samkvæmt
manntali 1845 voru þau vinnuhjú í Viðvík í Skagafirði. Fjölin er þá
upphaflega úr Skagafirði.118
92. Þjms. 4271, innsigli úr rostungstönn, rennt með 3 djúpum skorum á
leggnum og þunnum bríkum á milli, h. uni 4 cm, þvm. 2,1 cm. Fóturinn
(platan sjálf) er nokkuð þykkur og þar er grafið í hring út við röndina
með latínuletri nokkuð torlesnu. Allt letrið má ef til vill lesa Sljgillum]
IOHAN[n]I[s] BlOfrnonis]. Innan í þessum leturshring er bandrún, h.
1,2 cm:
íon.
Nafn eigandans hefur því verið Jón Björnsson. Ofan á leggnum er lítil
sporöskjulöguð plata, þar á hefur verið grafin rós og stafirnir IB, en að-
eins síðari stafurinn er eftir því nálega helmingur plötunnar er brotinn af.
Innsiglið er samkvæmt safnskránni af Austfjörðum og kom á safnið 1896.
93. Þjms. 10936, látúnshylki utan um íslenskt rímtal, 1. 8,7 cm, þvm. 3,5
cm, rh. 0,8 cm. As er í gegnum hylkið endilangt og sveif á að utan. Hylk-