Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 222
226
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Skáli frá víkingaöld
A lóðunum Aðalstræti 14-16 voru grafnar upp rústir af skála frá víkinga-
öld. Skáli þessi var töluvert vel varðveittur, en skurðir fyrir undirstöður
yngri húsa hafa þó skaddað veggina nokkuð, einkum í norðvestur- og
suðausturhluta hans. Þegar uppgröftur fór fram 1971-75 hafði verið talið
að ekki væru fleiri mannvistarminjar austast á lóðinni Aðalstræti 14, en
annað kom í ljós.
Skáli þessi er best varðveitta byggingin frá víkingaöld sem fundist hef-
ur í Reykjavík. Best varðveittur er vesturveggur hússins, en sú hlið þess
sem að Aðalstræti snýr mun lakar. Að innanmáli er skálinn 16,70 m að
lengd, og 3,74 — 5,81 m að breidd. Mest er breidd hans rétt norðan við
miðju. Langveggir eru greinilega bogadregnir og eru þeir 1,27 — 1,73 m
að þykkt. Þeir standa hæst 0,47 m, þ.e. um miðjan vesturvegg. Gijót-
hleðslur eru bæði utan og innan á veggjum, en þó ekki varðveittar alls
staðar. Víðast hvar er þó a.m.k. ein röð (eitt umfar) steina, þeir eru all-
stórir (0,20 — 0,40 m) og ávalir. 1 norðvesturhorni að innanverðu eru
varðveitt allt að þrjú umför steina. 1 vesturvegg skálans að utan var
hleðsla úr allt að fimm óreglulegum umförum úr litlum steinum, að
stærð allt að 0,35 m að lengd, en flestir 0,10 — 0,15 m.Veggurinn sjálfur
er annars hlaðinn úr streng sem inniheldur landnámslagið svonefnda, sjá
má allt að sjö lög af torfi hvert ofan á öðru.
I skálanum miðjum er stórt eldstæði úr grjóti. Það er 4,20 m að lengd
að innanmáli, en 4,37 að utanmáli. Eldstæðið er gert úr flötum, vatns-
sorfnum hellum sem standa á rönd, þær eru allt að 0,64 m langar og 0,10
cm á hæð. Rétt sunnan við miðju í eldstæðinu var stór, lárétt hella sem
bar greinileg eldsmerki, rauð og svört og mikið sprungin, einkum í
miðju. Inni í langeldinum lágu jarðvegslög, full af ösku og viðarkolum, á
litinn frá dökkbrúnu yfir í ljósbleikt og grátt. Sýni hafa verið tekin úr
þessum lögum til margvíslegra greininga. Þegar eldstæðið var gert, hafði
verið grafm grunn hola í miðju húsinu og gekk sú niður í náttúrlegt
malarlag sem þar er undir öllum mannvistarleifum. Töluverðu af möl var
líka blandað i fyllinguna í eldstæðinu, og voru þeir steinar líka eldsmerktir
og sprungnir af hita. Hrúga af smágrjóti, sem var eldsmerkt á sama hátt lá
úti fýrir dyrum til suðvesturs. Nokkrar litlar holur eftir granna stafi og
stærri stoðarholur umhverfis eldstæðið eru örugglega tengdar því og kunna
að vera eftir einhveija yfirbyggingu eða útbúnað úr tinrbri við eldstæðið.
A skálanum eru tvennar dyr, sem virðast hafa verið á honum frá upp-
hafi. Stærri inngangurinn er í norðausturenda skálans og sá minni í suð-
vesturenda. Dyrnar í norðausturendanum eru hellulagðar með flötu