Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 158
162
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
Landeyjum, hin fágæta Kristssýn Jóhannesar. Báðar eru myndirnar á syðri
væng altaristaflanna (hægra megin séð frá söfnuðinum), í fremur þröngu
rými. Ljósastikunum á málverkinu er raðað á svipaðan hátt. Engin bók er
til staðar og enginn Jóhannes til fóta Kristi. Það sem vekur kannski mesta
athygli er að stjörnurnar eru á báðum myndum í vinstri hendi Krists þó
að almennt hafi þær verið látnar í hægri hönd á slíkum myndum enda er
það samkvæmt lýsingunni í Opinberunarbókinni.
En munurinn á þessum tveim myndum er einnig augljós. Altaristaflan
i Hornslet stendur á gömlum merg, er síðgotnesk að uppruna, að mestu
frá því um 1525, með minjum af ensku alabastursverki sem er enn eldra.
Hvor vængjanna um sig er tvískiptur og á þá hefur verið málað 1672,
sennilega yfir eldri myndir. Kristssýnin er á einum þessara vængflata.
Kristur stendur á óraunverulegu skýi sem liggur á jörðinni (svipað og í
Kristjánsbiblíunni 1647). Teikningin er skýr, yfirborðið slétt og litirnir
skærir. Höfundurinn er þekktur, Christian Philip Getreuer sem bjó í
bænum Randers frá því um 1664 til dauðadags, 1682. A Krossi er allt
loftkennt, pensilförin sýnileg og yfirborðið gróft. Engin útskurður prýðir
altaristöfluna. Hér er ólíku saman að jafna, „hirðkirkju“ einnar mestu
aðalsættar í Danmörku, Rosenkransanna, og sóknarkirkju á Islandi.
Málaranum hefur ekki verið borgað fyrir margra vikna vinnu við töfl-
una á Krossi. Hér hefur ekki gefist tími til að fága yfirborð, mála yfir,
breyta, snurfusa. Fyrir vikið verður myndin að nokkru leyti eins og drög
með hraðri pensilskrift. Píslartólin eru dregin upp með einfaldri pensil-
stroku og farið með ljósari smástrokum á valda staði til að tákna ljós og
glampa. En hér hafa saint fagmenn verið að verki. Og einmitt vegna
hinna hröðu vinnubragða fær verkið ákveðna töfra senr fágað yfirborð
hefði ekki haft. Kristssýnin verður uppljómuð og loftkennd, ljósastikurn-
ar bak við hann dregnar einni stroku og eldslogarnir standa í fínlegum,
hálfgegnsæjum, löngum línum út af augum Krists, öðruvísi en á nokkurri
mynd af þessu efni sem vitað er um. Höfundurinn hefur gengið óhikað í
snflðju til annarra en stendur stíllega næst manneristum nreð danssporum
hins upprisna Krists, miklum handasveiflum og teygðum andlitum.
Eldsloginn út af augum Krists er snjöll lausn. Hún er að sjálfsögðu
fengin að láni lijá öðrum í meginatriðum. Nefna má grafískar myndir
eftir Matthaeus Merian frá 1624 þar sem eldslogi út af augum er raunar í
öðru hlutverki. Hann stendur út af augum náttúruvættar í líki gamallar
konu og er til myndgerðar á einkunnarorðum fýrir neðan myndina:
„Gesicht hat das Feld... “ (jörðin hefur ásjónu/augu). I umsögn um
myndina frá 1993 er sagt: „Ungewöhnlich fúr diese Ikonographie