Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 33
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
37
Snældusnúðurinn fannst haustið 1880 í matjurtagarði fýrir neðan bæ í
Hruna: „ofarlega i mold“, kom á Þjóðminjasafn árið eftir. Rúnirnar eru
sennilega frá 13. öld og séra Jóhann Briern í Hruna, sem sendi Þjóð-
minjasafni snúðinn, taldi þetta vera nafn Þóru Guðmundsdóttur ntóður
Gissurar Þorvaldssonar (sjá inngang bls.10).
Framburðurinn migvarð varla algengur fýrr en á 14. öld en verður vart
þegar á 13. öld, og ristan er e.t.v. vísbending um að sá sent rúnirnar risti
hafi verið orðinn óöruggur um framburðinn.94
61. Bergsstaðir, Arnessýslu, Þjms. 146, trafakefli, 1. 48 cm, br. 6 cm, þ. 7 cm,
rh. 2,8 cm. Fremst á keflinu er þ-rún og sködduð bandrún, hugsanlega
mynda rúnin og bandrúnin nafnið Þórdís.
Áletrun með latínustöfum: OLAFUR SIGVS SON HEFUR S(korið)
ennfremur IHS, ártalið 1693 og PGS. Gefið safninu 1864 af Pétri Guð-
mundssyni bónda á Bergsstöðum.
62. Káljholt á Holtum, Rangárvallasýslu, Þjms. 865, trafakefli, 1. 55 cnt, br.
8,7 cm, þ. 5 cm, rh. 2,7 cm, á það er grafin bandrún:
ors
Keflið var gefið safninu 1871 af Þórunni Bjarnadóttir prestsfrú í Kálf-
holti. Því er svo lýst í skrá safnins: „Það er mjög ganrallegt og skorið
mjög einkennilega með lmútum sem ganga yfir báða enda, og í miðjunni
eptir endilöngu keflinu, og er alt eitt band, sem gengur frá enda til enda
eptir öllu keflinu, og liggur þétt saman, og brugðið hvað undir annað, má
rekja það með mestu nákvæmni: þetta er svo vel gjört, að eg hygg þá
færri, sem gjöra það eptir, hvað þá heldur að finna sjálfir upp skurðinn:
neðan á öðru handfanginu eru þrjár rúnir bundnar saman... keflið er
varla yngra en frá fýrra parti 17. aldar, eða eldra: á því er ein rós nokkurn
veginn í byzantínskum stíl.“ „Rósin“ er sennilega viðarteinungarnir þrír
á miðju keflinu.
Keflið er sagt vera úr eigu Þórunnar Jónsdóttur Arasonar á Grund í
Eyjafirði, en gefandinn var afkomandi hennar, og hér átti að vera hennar
nafn en rúnirnar og tímasetningin gera það nokkuð vafasamt (sjá inn-
gang bls.5-6).
63. Bergþórslwoll, Rangárvallasýslu, Þjms. 9276, rúnakefli, verndargripur, 1.
17 cm, br. 2,2 cm, þ. 0,8 cm, rh. 1,3-1,7 cm.
a) abcdefghiklmnopqrstu
b) sator : arepo : tenet: opera I rotas