Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 186
190
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Um svipað leyti eða árið 1842 segir Kristján Magnusen, kammerráð á
Skarði, uin eldsneyti í sóknalýsingu Skarðsþinga: „A ýmsum stöðum er
mór skorinn, lyng og fjalldrapi notast þar tilnæst, en sauðatað því miður á
nrörgum bæ.“ I lýsingu Saurbæjarþinga segir Kristján kammerráð um
eldsneyti, að það sé: „Víðahvar sauðatað, þó má móskurð nota á fleirstum
jörðum.“
Svo er að skilja af þessum orðum að mór hafi óvíða verið notaður í
Dölum rétt fyrir miðja 19. öld. Þess vegna hefur verið veruleg þörf á að
reyna að leita víðar að mó og til þess var mónafar notaður. Eg spurði
fjóra einstaklinga, fædda á stríðsárunum fyrri og rétt þar fyrir, hvort þeir
könnuðust eitthvað við mónafar og notkun hans, en þeir þekktu ekkert
til hans. Ekki er hægt að vita hvenær leit var gerð að mó á þessum slóð-
um, en það hlýtur að hafa verið seint á 19. öld og eða rétt í byrjun 20.
aldar, því að annars hefðu menn haft af þessu spurnir. Tækið getur ekki
verið eldra en frá seinni hluta 19. aldar.
Þetta ástand hefur ekki verið neitt einsdæmi, því að Pétur Jónsson frá
Stökkum segir í grein í Barðstrendingabók, sem kallast „Búnaðarhættir“:
Mór var óvíða tekinn upp, sumsstaðar ekki til, og víða ekki fund-
inn. Davíð Scheving sýslumaður í Haga hét 50 dala verðlaunum
hverjum þeim, er fyndi mó í Hagalandi, en enginn hafði atorku til
að vinna til verðlaunanna. Um 1890 var hans loks leitað og fannst
þar víðast í flóum og mýrum.Víðast á Barðaströnd og Rauðasandi
hefir fundizt mór, þótt áður væri talið, að hann væri ekki til.2
Af þessum orðum er ljóst, að á seinni hluta 19. aldar hefur mór óvíða
verið notaður, þótt finnanlegur væri.
II.
Orðabók Háskólans hefur aðeins tvö dærni um orðið „mónafar". Fyrra
dæmið er úr bók Finns Jónssonar á Kjörseyri:
Þegar ég kom að Kjörseyri 1869, var jörðin í laklegri hirðingu, ...
Hrís var árlega tekið til eldiviðar, því að menn fullyrtu, að enginn
nýtilegur mór væri í Kjörseyrarlandi, en fyrsta vorið, sem ég var
þar, fann ég sæmilegan mó, og hefir síðan á hverju ári verið tekinn
þar mikill mór, og aldrei þurft að brenna hrísi. Fyrsta mótakið, sem
við fundum, var nokkuð langt frá bænum, upp við svonefnda
Stekkjarborg. Þá smíðaði járnsmiður Þórður Þórðarson á Stóru-