Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 156
160
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
komu þeir svo að segja að íjúkandi rústunum. Kláus bjó á Hólmum í
Landeyjum og tók á móti skelfingu lostnum og örþreyttum flóttamönn-
um frá Eyjum, fór síðan út og hitti fólk sem hafði bjargast, sumt naunr-
lega, margir horft á eftir ástvinum og séð ósköpin ganga yfir. Kláus sá
sjálfur illa farin lík, brennd gamalmenni, Landakirkju og Dönskuhús í
rúst. A burtu voru fjölmargir sem hann hefur þekkt, þar á meðal séra
Olafur Egilsson sem var föðurbróðir hans. I kjölfarið á þessu skrifaði
Kláus lýsingu ránsins og ber hún rnerki uppruna síns, tilfmningarík og
áköf.
Níels Klenrensson kaupmaður tók við kaupmennsku og unrboði í
Vestmannaeyjum stuttu eftir rán. Það kom í hans hlut að stjórna endur-
byggingu Landakirkju og þar með að sjá til þess að eyjaskeggjar legðu sitt
fram til byggingarinnar.47 Hann skipulagði einnig varnir Heimaeyjar og í
því embætti gaf hann Jóni Ólafssyni Indíafara vitnisburð um að hann hafi
„forholldid sig her fromachttig Erligen og vel Til Ord og Giernningar“
þegar hann var byssuskytta í Skansinum.48 Víst hefur ránið verið ofarlega
í huga Níelsar og rnótað allt líf í Vestmannaeyjum.
Ekkert hefur kornið fyrir á æviferli Kláusar og Níelsar sem jafnaðist á
við Tyrkjaránið, það refsingarhrís Guðs sem hafði umturnað samfélaginu.
Hvort sem hugsunin um ránið réði einhverju um gjöfina eða ekki
breytir það ekki öllu um merkingu hennar.
Margir forystumenn á Islandi höfðu lifað Tyrkjaránið með einurn eða
öðrum hætti. Einn af þeim var Holgeir Rosenkrans höfuðsmaður sem
horfði í augu Tyrkjans þegar hann varnaði því að sjóræningjaforinginn
Múrat Reis hertæki Bessastaði. Strax á eftir skundaði hann á Þingvöll til
að sinna stjórn landsins. Þar hitti hann Kláus Eyjólfsson og skömmu
seinna gerðu Tyrkir enn meiri usla við túnjaðarinn hjá Kláusi.Víst höfðu
Holgeir og Kláus um margt að tala þetta sumar og næstu.
Holgeir Rosenkrans átti frægan frænda og alnafna í Danmörku, Hol-
geir hinn lærða. Hann bjó á einu helsta höfuðbóli ríkisins, Rosenholnr á
Jótlandi. Þessi ætt var ein hin ríkasta í Danmörku og meðlimir hennar
önnum kafnir við há embættisstörf, ríkisráð, lénsmenn, sendimenn.49 Auk
þess voru þeir vel menntaðir við innlenda og erlenda háskóla og Holgeir
lærði og Eiríkur sonur hans höfðu guðfræði að aðalgrein, heittrúaðir að
auki. Holgeir þróaði með sér eigin guðfræði sem allmörgum prófessor-
um í Kaupmannahöfn og Kristjáni konungi þótti víkja allhressilega frá
réttri lúthersku því að hann setti fram kenningu um tvöfalda friðþæg-
ingu, fyrir trú og fyrir verk. Hann var vel kunnugur Opinberunarbókinni
en gerði sér grein fyrir þörfinni á að skýra hana.50 Ekki eru glöggar