Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 29
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
33
53. Núpsstaður, Vestur-Skaftafellssýslu, Þjms. 15211, stuðlabergsbrot, 1. 33
cm, br. 16 cm, rh. 10 cm:
...uiler • biorn
(Hér?) hvílir Bjöm.
Steinninn er þekktur frá því um 1820. Ekki er þó ljóst af eldri lýsingum
hvort hann var þá í vegg bænhússins, en þar vísaði Hannes Jónsson
Bæksted á hann 1937. Hann var þá tekinn úr veggnum og geymdur í
bænhúsinu. Steinninn kom á Þjóðminjasafn 1952. Hann er sennilega frá
15. eða 16. öld.
I fornleifaskýrslu sinni 29. september 1817 segir séra Jón Jónsson á
Kálfafelli m.a.: „Paa samme Sted [þ.e. Núpsstað] har man for faa Aar
siden fundet en Steen i Kirkegaarden med en Runelinie, men stenen er
saa slidt og bedærvet at den neppe kan aftegnes... Ligeledes et Brud-
stykke af en anden Steen med tre Runebogstave.“ Þar senr þessar lýsingar
geta tæplega átt við stein (53) verður að gera ráð fyrir að upphaflega hafi
þrír legsteinar með rúnaletri verið í Núpsstaðarkirkjugarði.86
54. Kirkjubœjarklaustur, Vestur-Skaftafellssýslu. Legsteinsbrot með rúnum,
nú týnt. Samkvæmt fornleifaskýrslu Bergs Jónssonar (1817) fannst
steinninn „Wid Líka Greftrun...i Kijrkubæjar Kyrkiu Garde...Enn þad
Fleíra má af þeim hafa verid A þann Veg Steinsins, sem Stafirner eru í
klappader, verdur eij gjöggvad, þar hlaúpid er úr Steininumm." Rúnirnar
voru greinilega illa farnar, í teikningu Bergs eru aðeins tvö fyrstu orðin
áreiðanleg: Hér hvílir... Nafn þess er steininn átti gæti þó hafa verið Vé-
geir. Sama ár skoðaði Aschlund landmælingamaður steininn við kirkju-
dyrnar: „...en femkantet prismatisk Runesteen der for har været meget
længere og paa hvis eene Side nreget utydelig kan læses neden staaende
Karakterer af hvilke jeg ikkuns i Runealphabetet kan kjende enkelte
Runer, hvilket maaske tildeels kommer af de naturlige Ujevnheder i
Stenen der foraarsage at den ikke nöiagtig kan Aftegnes."87
55. Legsteinn Sveinbjarnar Egilssonar í kirkjugarðinum við Suðurgötu er
stuðlaberg (Baulusteinn), 1. 155 cm, br. 25 cm, þ. 22 cm, rh. 11 cm:
sueinbjorn egilsson
Artalið er einnig í rúnaletri
TUmi—TUUNI
MDCCXCI MDCCCLII (1791- 1852)
Um legsteininn farast syni Sveinbjarnar, Benedikt Gröndal, svo orð i
Dægradvöl: „Yfir foður minn var fenginn stuðlabergssteinn úr Baulu