Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 219
SKÁLI FRÁVÍKINGAÖLD í REYKJAVÍK
223
götu. Þessi veggur var úr torfi sem ekki innihélt landnámslagið svo-
nefnda. Aftur á móti sást landnámslagið liggja að veggnum, og taldi Else
Nordahl það sýna að veggur þessi væri eldri en landnámslagið og því
eldri en allar aðrar minjar sem kannaðar voru við þessa rannsókn.23
I Suðurgötu 3-5 var grafið á svæði sem var um 15 x 14 m. Á þessu
svæði komu í ljós leifar 6 eða 7 bygginga. Elstur var skáli með torfveggj-
um og var hið svonefnda landnámslag í veggjatorfmu. Ofan á skálann
hafði síðar verið reist önnur bygging minni. Austan við skálabygginguna
var minna hús sem túlkað var sem smiðja. Hafði tví- eða þrívegis verið
byggt ofan á hana.Yngsta byggingin var lítillega norðar og austar. Allar
þessar mannvistarleifar lágu undir gjóskulagi úr Kötlu, sem talið er fallið
skömmu fyrir 1500.24
Árið 1983 var gerð rannsókn á lóðinni Suðurgötu 7, á horni Suður-
götu ogVonarstrætis, vegna áforrna um nýbyggingu. Þar var á einum stað
komið niður á gólflag á töluverðu dýpi, eða um 1,50 m undir yfirborði.
Þetta var hluti byggingar, 7 x 3,30 m. Leifar voru af torfveggjum, en ekki
eldstæði, og ókunnugt um notkun. Viðarkol úr gólfi hússins voru aldurs-
greind til 10. aldar. 25
Fornleifarannsókn var gerð á lóðinni Aðalstræti 8 sumarið 1987 vegna
nýbyggingar, og byggingarleifar þar voru taldar frá 18. og 19. öld.26
Síðla árs 1992 voru grafnar allmargar könnunarholur víða í Kvosinni á
vegum Árbæjarsafns til að afla betri vitneskju um jarðvegslög og mann-
vistarummerki vegna ýmissa framkvæmda sem fýrirhugaðar voru.27 Tvær
þeirra voru í gamla kirkjugarðinum á horni Aðalstrætis og Kirkjustrætis
og var þar nýleg uppfýlling niður á um 40 cm dýpi, en þá tók við brúnt
moldarlag, er virtist óraskað af nýlegum framkvæmdum.28 Þar sem nú er
Ingólfstorg voru gerðar sex könnunarholur, en í engri þeirra sáust vís-
bendingar um forn mannvistarlög.29 Vorið 1993 var gerð fornleifakönn-
un á nyrðri hluta torgsins, norðan við Austurstræti og reyndust elstu
minjar þar frá 18. öld.30
Uppgröftur fór frarn á lóðinni Aðalstræti 12 árið 1993. Á suðaustur-
liorni lóðarinnar voru varðveittar mannvistarleifar á rúmlega 7 x 2 m
svæði. Þar komu í ljós hlutar úr nokkrum byggingum, efst leifar einnar af
byggingum Innréttinganna. Nokkru dýpra mátti sjá torfvegg sem stefndi
svipað og Aðalstræti, og var talinn frá miðöldum, en ekki varð úr því
skorið til hvers húsið hefði verið.31 Þar undir mátti sjá annan vegg með
landnámsgjósku í torfi og gólflag sem honum tilheyrði.32 Notkun þess
húss er einnig óviss, en uppgrafari taldi að það kynni að hafa verið sjó-
búð.33 Gjóskulagið í torfi og kolefnisgreiningar úr gólfi og vegg bentu til