Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Um skeið breiddist kenningin um sverðin tvö, duo gladii, út um Evrópu
þegar fulltrúar þeirra, páfi og keisari (síðar Frakkakonungur) deildu um
mikilvægi hvors fyrir sig. Kristur í sýn Jóhannesar fékk þá tvö sverð í
munni og sneru hjöltun út; hann er að afhenda sverðin. Aðeins á Norð-
urlöndum, og mest á Sjálandi og á Skáni, eru enn varðveittar myndir af
Kristi í hásæti með sverðin tvö. A 14. öld hverfa þessar táknmyndir og
tveggjasverðakenningin missir gildi sitt. Kristur á dómsdegi er nú táknað-
ur með sverði réttlætisins og lilju náðarinnar eins og víðast annars staðar í
Evrópu. Kristur í sýn Jóhannesar er a.m.k. frá 15. öld sýndur með eitt
sverð frá munni og oddurinn snýr að jafnaði út.17
Lúther fjallaði einnig um sverðið og ofbeldið og merkingu þess. Hann
vildi túlka ritningarstaðinn í Opinberunarbókinni þannig að sverðið, sem
gengur fram úr munni Krists, tákni að hann muni ekki beita ríki (Regi-
ment) sínu, sverði og vendi (Rute) í hendi sér heldur munni sínum. Það
er foreldranna að beita vendinum og yfirvaldanna að beita sverðinu.
Sverð Krists skal því heita munnvöndur og munnsverð eða sverð andans
eins og Páll postuli nefnir það. Því mæli drottinn að hver sá sem ekki
trúi, sem brjóti hjúskap, spotti guð, óhlýðnist foreldrum sínum, hann sé
þegar dauður og dæmdur. Þar sé sverð hins guðlega orðs að verki.18
1 þessum hugleiðingum um valdbeitinguna og sverðið er Lúther í
áhugaverðum vangaveltum sem ekki sér stað í útleggingum hans í al-
mennri útgáfu biblíunnar nærri tíu árum fyrr. Þar vildi hann ekki sá
fræjum efans heldur vinna að sameiningu hinna rétttrúuðu gegn páfavillu
ogTyrkjahættunni.
Ættfræði altaristöjlu
A 17. öld hafði Opinberunarbókin ekki sama gildi og fýrr þar sein trú á
bráðan heimsenda hafði dofnað. Enn um stund þóttust menn þó sjá
ýmislegt merkilegt í teiknum og furðum, svo sem vansköpuðum börnum
og dýrunr og logum á himni. Framan af voru þau túlkuð sem spádómar,
síðar einkum sem viðvaranir vegna synda mannanna. Slíkar túlkanir og
heimsendatrú voru að mestu úr sögunni um 1600 í Englandi og Frakk-
landi en lifðu nokkuð lengur í Þýskalandi, líklega vegna stríðsátaka á
þýskri grund sem lauk ekki formlega fyrr en með friðargerðinni í West-
falen 1648.19 Þessi viðhorfsbreyting kemur einnig fram i myndgerðinni.
Dómsdagsmyndum fækkar og eru þá nokkuð alnrenns eðlis, ekki beint
eftir fýrirskrift Opinberunarbókarinnar.
I norskum kirkjum eftir siðaskipti eru örfá dæmi um mynd lambsins