Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 174
178
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Má nú að lokum gizka á, hvort Steinsstaðir hinir fornu kunni ekki
beinlínis að hafa fengið nafn sitt af blótsteininum svonefnda. Enginn
rnaður að nafni Steinn er nefndur sem hér hafi búið, hvorki í fornsögum
né þjóðsögum. Þetta er eini áberandi steinninn hér á stóru svæði og hef-
ur hann fyrrum sett nreiri svip á umhverfi sitt en nú, áður en byggð kom
og hér var aðeins mólendi. Nú eru hér rniklir ræktunarskurðir og ruðn-
ingur úr þeim skyggir nokkuð á steininn. Er athyglisvert í Ijósi nýrra
hugmynda á síðustu áratugum um örnefnamyndun, að Brynjúlfur Jóns-
son nefnir að lögun steinsins kunni að hafa orðið kveikja sagnarinnar um
blótstein. Og þá má jafnvel varpa fram spurningunni, hvort bæjarnafnið
Hof, sem víða er þekkt, tengist alls staðar heiðnu guðahofi. Skýringin
kann að vera önnur.
Til gamans má hér nefna um Steinsstaðaá, að vart mun annar svo lítill
lækur bera fleiri nöfn hérlendis. Helgi Guðmundsson nefnir ána einungis
Urriðaá í örnefnaskrá sinni, en það nafn mun nú aðeins haft urn neðsta
hluta árinnar, þar sem hún rennur í Miðfjarðará. Ofar heitir hún Steins-
staðaá, enn ofar Siwrtingsstaðaá, frammi hjá Sveðjustöðum Sveðjustaðaá en
frammi hjá eyðibýlinu Hálsi, þar sem hún á upptök sín, heitir hún Lamb-
hagavatnslœkur og kemur úr því vatni.
Tínri og staðsetning:
Syðri bæjarhóllinn
I Hugmyndir um hof hér,
heiðið guðahús, út frá Melstað.
III Reistur bær með nafninu
Hof á 18. öld á rústum, er
nrenn töldu hofrústir.
Nyrðri bœjarhóllinn
II Steinsstaðir, bær byggður á 10. öld,
er enn í byggð á síðari hluta miðalda.
IV Barð, nýbýli, reist um 1894 á
eða sem næst á rústurn Steinsstaða.