Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 20
24
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
...r huiler under þo-gils... eiiolfss--...
Hér hvílir undir Þorgils.. .Eyjólfsson.
Steinninn er sennilega frá 15. öld og heldur eldri en Borg 1. Þorgils er
ekki þekktur úr öðrum heimildum.56
28. Bjarnarhellir við Hítarvatn, Mýrasýslu, rúnir og ýmislegt krot. Rúnir á
sléttum fleti framan á klettastallinum vinstra megin í hellinum, innan við
sætið, sem höggvið er í stallinn. Rúnirnar eru 6,5—10,5 cm háar og
sennilega er upphaflega um þriggja eða fjögurra orða ristu að ræða, en
bergið er nú veðrað og molnað svo margar rúnir verða ekki greindar
með vissu (sjá 10. mynd). Undir þessari ristu eru leifar af öðrum ristum,
m.a. bandrún og hakakross.
I hvelfingunni ofanvið þessa rúnaristu eru fleiri ristur, m.a. er nafnið
Grínu grimr grimr rist tvisvar, með djúpum og vel varðveittum rúnum.
Augljóst er að rúnirnar eru gamlar, sennilega frá 14. eða 15. öld. Til
þess bendir m.a. að e-rúnin er stungin með punkti, seinna var notað stutt
lárétt strik eða hringur. Bæði hellinum og ristunum er lýst ítarlega í
Ferðabók Eggerts Olafssonar og Bjarna Pálssonar, í fornleifaskýrslu séra
Björns Benediktssonar 1817 og af Jónasi Haflgrímssyni 1841. Teikning-
unr þeirra þriggja ber þó ekki vel saman og því miður er ekki hægt að
fýlla í eyðurnar með þeirra hjálp þar sem bergið virðist hafa molnað
töluvert síðan.57
29. Hallbjarnareyri 1, Snæfellsnessýslu, nú týndur, 1. um 125 cm, þ. um 18
cm:
her huiler unndir ualgerdur gunnars dottir og bidid firir mer
Hér Iwílir undir Valgerður Gunnarsdóttir, og biðjið fyrir mér.
Steinninn fannst 1814 í gamla kirkjugarðinum á Hallbjarnareyri, en
kirkja lagðist þar af 1565. Aldursákvörðun er erfið þar sem engin ná-
kvænt teikning af steininum er til. Að dæma af uppskrift Ebenezer
Hendersons (1818) gæti hann hafa verið frá 15. öld. Þessi kona er ekki
þekkt úr öðrum heimildum.58
30. Hallbjarnareyri 2, Snæfellsnessýslu, nú týndur, 1. um 100 cm, þ. um 15 cm:
+ her huiler margreta geirm..........
Hér hvllir Margréta GeirmundardóttirQ)
Aldursákvörðun sjá Hallbjarnareyri 1. Margréta er ekki þekkt úr öðrum
skjölum.59