Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 177
ÞOR MAGNUSSON
ÆGISDYR OG FJÓSAKLETTUR
í Landnámabók Hauks Erlendssonar segir frá Heijólfi Bárðarsyni land-
námsmanni, er byggði fyrstur Vestmannaeyjar ,,og bjó í Herjólfsdal fyrir
innan Ægisdyr, þar sem nú er hraun brunnið."1
Nafnið Herjólfsdalur mun hafa verið nánast týnt á síðari öldum, þótt nú
sé það alþjóð kunnugt, en dalurinn þá lengi nefndur Dalver. Um 1700 er
fólki greinilega ekki lengur tamt gamla nafn dalsins. Séra Gizur Péturs-
son, sem var prestur að Ofanleiti 1687-1713 og skrifaði ritið „Lítil tilvís-
an um Vestmannaeyja háttalag og bygging,“ segir þá vatnsból eyjabúa
vera „inní Herjólfsdal, þad er nú kallad Daliver, þar Herjólfur setti Bústad
sinn.“2
Það var hald manna í Vestmannaeyjum á síðari öldum, að bær Herjólfs
hefði verið vestantil í Hetjólfsdal og farið þar undir skriðu.Var þjóðsaga
um það er skriðan hljóp, svipuð saga og urn fleiri staði, til dæmis Skíða-
staði íVatnsdal.3
Jónas Hallgrímsson segir að ýrnsir hafi gert tilraun til þess að grafa í
skriðuna og leita bæjar Herjólfs, og munu það þá með elztu tilraunum til
fornleifagraftar hérlendis.4 Sigurður Sigurfinnsson hreppstjóri segir í
ágætri grein sinni, „Gömul örnefni í Vestmannaeyjum", að Bryde kaup-
maður haft látið grafa þar upp úr 1860 og Hjalti skipstjóri Jónsson gróf
þar einnig löngu síðar, en enginn hafði erindi sem erfiði.5
Sigurður segir einnig frá fornlegum rústum í vestanverðum Herjólfsdal
nærri Fjósakletti. Rústir þessar voru þá óglöggar, og enginn þeirra er
leituðu bæjar Herjólfs virðist hafa tekið eftir þeinr eða grafið þar í. Hugs-
anlega hafa menn trúað svo fast á þjóðsöguna, að þeir hafi talið fullvíst að
rústirnar af bæ Hetjólfs væri að finna þar undir skriðunni, hann hafi stað-
ið undir hlíðinni en ekki í dalbotninum sjálfum.
Matthías Þórðarson þjóðminjavörður gróf nokkuð í þessar rústir 1924
er hann dvaldist í Vestmannaeyjum við rannsóknir. Hann sá að um fornar
bæjarrústir var að ræða og taldi að þær myndu af bæ landsnámsmanns