Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 125
TIMBURKIRKJA OG GRAFREITUR UR FRUMKRISTNI
129
kristni með samhengi í helgihaldi í huga, voru Norðmennirnir Rudolf
Keyser og Peter Andreas Munch, nemandi hans. Þeir einbeittu sér báðir
að þeim þætti hugmyndarinnar sem snýr að samfelldri notkun helgistaða
við trúarbragðaskiptin, en sá síðarnefndi lagði jafnframt áherslu á stjórn-
arfarslegar ástæður að baki þróun af þessu tagi.42 Þetta var um miðja 19.
öld þegar þjóðernisrómantík setti mark sitt á umræður samtímans.
Þjóðverjinn Konrad Maurer birti um svipað leyti ritgerð um rannsókn
sína þar sem hann fæst við sama viðfangsefni, þ.e. ómeðvitaða og sam-
fellda notkun helgistaða við trúarbragðaskiptin frá heiðni til kristni. Þar
leggur hann áherslu á að hofunum hafi líkast til verið breytt í kirkjur við
þessi tímamót og að þess vegna sé erfitt að finna leifar þeirra.53 Maurer
virðist ekki hafa lesið verk Norðmannanna tveggja, en hann, eins og
Munch, taldi sig jafnframt sjá beina stjórnarfarslega tengingu milli heiðni
og kristnþþ.e. að valdakerfið í þjóðfélaginu hafi ekki breyst heldur aðeins
hafi verið skipt unr formerki við trúskiptin.54
Upp úr miðri 19. öld styrktist þessi urnræða, trúlega með tilkomu þró-
unarhyggjunnar. Ahrifin komu þá fyrst og frernst frá Darwin, Spencer og
Cornte, auk áhrifa frá rituðum heimildum. Islenski fornfræðingurinn
Sigurður Vigfússon setti á þessum tíma áþreifanlega mark sitt á umræð-
una um hugtakið þegar hann birti grein sína „Um hof og blótsiðu í
fornöld“ í Arbók hins islenzka fornleifafélags árið 1881. Hann telur þó ekki
að hofurn hafi verið breytt í kirkjur, heldur kemur hann með þá kenn-
ingu að hofm hafi verið byggð á sama hátt og íveruskálarnir.55
Þessi kenning hans breytti miklu fyrir umræðuna um vísvitandi sam-
hengi í helgisiðum við kristnitökuna. Fræðimenn hættu að líta eingöngu
á stólpakirkjurnar sem hof og það var í framhaldi af þessu sem fyrstu
andmælin gegn samhengi í helgisiðum voru birt. Norski fornleifafræð-
ingurinn Nicolaysen var sá sem studdi kenningu Sigurðar hvað mest og
varpaði fram þeirri hugmynd að blótað hefði verið í skálabyggingunum
sjálfum en líta má á þessa hugmynd hans sem viðbót við kenningu Sig-
urðar. Umræðan tengdist síðar skálabyggingunni á Hofstöðum í
Mývatnssveit sem notuð var sem röksemd fyrir því að skálar hefðu verið
notaðir sem hof.
Maurer, senr áður hafði verið trúaður á samhengi í helgihaldi, skipti
um skoðun og andmælti henni meira að segja nú, ásamt Nicolaysen og
fleirum starfsbræðrum sínum.56 Andmæli gegn hugmyndinni urðu þó
aldrei mikil á þessum tíma og fljótlega upp úr aldamótunum 1900 kom
franr ítrekuð gagnrýni á kenningu Sigurðar. Aage Roussell fór þar frenrst-
ur í flokki er leið á fyrri hluta aldarinnar og gagnrýndi hann þá fyrst og