Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 72
76
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
rannsóknum hér. Þó finnst mér sá rammi of þröngur. Hví eigum við ekki
að bjóða Bretum og Irum að taka þátt í þeim rannsóknum.“ Matthías
lofaði að íhuga tillögu Eggerts Briem, og taldi einnig líklegt að slíkt fyr-
irkomulag opnaði leiðir fyrir þátttöku Islendinga í rannsóknum t.d. á
Grænlandi og í Skotlandi í framtíðinni. Fundinum lauk með því, að
Matthías Þórðarson fékk einróma stuðning við að halda áfram með
áform sín.19
Þó að hugmyndin hafi fæðst árið 1932 áttu eftir að líða fimm ár þang-
að til endanleg ákvörðun var tekin um framkvæmdina. Það gerðist á
sjötta þingi norrænna fornleifafræðinga, sem var haldið í Danmörku
1937.20 Morguninn 17. júní fóru fundarmenn, 150 talsins, að skoða stór-
steinagröfina tilkomumiklu við Snœbum á Norður-Jótlandi. Hér var hald-
inn fámennur óundirbúinn fundur á haugnum sjálfum. Þátt tóku þeir
Mouritz Mackeprang (1869-1959), forstjóri danska þjóðminjasafnsins,
Curman og Stenberger frá Svíþjóð, þjóðminjavörður Finna, Carl Axel
Nordman (1892-1972), Haakon Shetelig (1877-1955), prófessor í forn-
leifafræði í Bergen, Brogger, Grieg og Petersen frá Noregi og Matthías
Þórðarson frá Islandi. Norlund var að sjálfsögðu einnig viðstaddur og var
ritari fundarins. Norlund til ntikillar ánægju var nú loks tekin ákvörðun
um að hrinda áformunum í framkvæmd (2. mynd). Roussell lýsti því sem
gerðist á þennan hátt:
Þegar þjóðminjaverðir allra Norðurlanda hittust 1937 varð
samstaða um að reyna að koma á sameiginlegum norrænum leið-
angri, sem settur væri saman af sérfræðingum frá öllum löndun-
unr. Undir íslenskri stjórn skyldu þeir vinna hver að sínu verkefni
og bera saman niðurstöður og fyrri reynslu. Þannig á sinn hátt lítið
norrænt þing fornleifafræðinga sem græfu í stað þess að snæða
kvöldverði.21
Roussell var aldrei sérlega hrifinn af ráðstefnum fornleifafræðinga.
Nú sneri Matthías Þórðarson sér að undirbúningnum og var fljótlega
tilbúinn að senda opinbert boð til hinna Norðurlandanna. Nú var
áformað að hætta við undirbúningsrannsókn þá sem upphaflega hafði
verið gert ráð fyrir og ráðast strax í sjálfan uppgröftinn. Akveðið var að
grafið yrði í Þjórsárdal árið 1938. En Islendingar vildu þó af ástæðum
sem ekki eru fullljósar fresta verkinu og buðu leiðangrinum í stað þess að
koma sumarið 1939.
Svo virtist sem öll Norðurlönd tækju þátt, en þegar vorið 1938 til-