Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 26
30
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
45. Möðruvellir í Hörgárdal 1, Eyjafjarðarsýslu, Þjms. 11071, stuðlaberg, 1.
68,5 cm, br. 21 cm, þ. 23 cm, rh. 6-9,5:
...i udir i hialti i gudmu...
... sigmundr : prestr : gudmun...
(Hér hvílir?) undir Hjalti Guðmundsson...
(Hér hvílir utidir ?) Sigmundur prestur Guðmundsson...
Elsta heimild um steininn er í fornleifaskýrslu Bjarna amtmanns Thorar-
ensens 1817, sem segir hann vera ólæsilegan. Hann var týndur um tíma
en fannst aftur um 1930 í hlöðuvegg og kom á Þjóðminjasafn skömmu
síðar. Hjalti Guðmundsson bjó á Möðruvöllum og lést 1392. Sigmundur
Guðmundsson hefur líklega verið bróðir Hjalta. Steinninn er því með
elstu rúnalegsteinum.Tímasetning í 1R: 1400-1459.75
46. Möðruvellir í Hörgárdal 2, Eyjafjarðarsýslu, hraungrýti, nú týnt brot:
...helga...
...Helga(?)... (..Helgason? ...Helgadóttir?)
Stefán Stefánsson, síðar skólameistari, fann steininn sumarið 1893 við
gröft á gömlu kirkjugarðsstæði norður af kirkjugarðinum. Björn M. Olsen
skoðaði steininn sama ár, en mældi hann ekki eða teiknaði nákvæmlega,
því er ekki hægt að tímasetja ristuna.76
47. Munkaþverá 1, Eyjafjarðarsýslu, Þjms. 5629, stuðlaberg, 1. 112 cm, br.
25 cm, þ. 20 cm, rh. 10 cm:
...uigdis : arna : dotter : gud i fride : hennar : sal
: er : hennar : artid : tueim : nottum : firir : mar...
(Hér hvílir?) Vigdís Arnadóttir. Guð friði hennar sál, er hennar ártið tveim nótt-
um fyrir Maríu(messu fyrri/síðarfí).
Steinninn er þekktur frá byrjun 19. aldar og lá þá í kirkjugarðinum.
Hann kom á Þjóðminjasafn 1908.Vigdís Arnadóttir gæti hafa verið dóttir
Arna Einarssonar í Stóradal í Eyjafirði, hún lést urn 1450.77
48. Munkaþverá 2, Eyjafjarðarsýslu, stuðlaberg, 1. 16 cm, br. 14 cm, þ. 18
cm, rh. 4,5-5,0 cm:
...ynk: pa...
Brotið fannst 1987 við norðurvegg kirkjunnar, þegar verið var að styrkja
undirstöður hennar. y-rúnin hefur inyndina $ (strikið yfir legginn þó lá-
rétt), bendir það til að steinninn sé gamall, líklega frá 15. öld. k-rúnin er
öfug. Steinninn er nú á Minjasafninu á Akureyri.78