Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 43
RÚNARISTUR Á ÍSLANDI
47
Rúnirnar eru afbrigði af málrúnum, algengar í rúnahandritum. Stokkur-
inn var hafður til að geyma í smánruni og hengdur á ólinni (hönkinni)
uppá þil.Virðist geta verið frá 17. öld. Gefinn safninu 1877 afjóhannesi
Sigfússyni, skólapilti frá Núpufelli í Eyjafirði.107
81. Kjarni, Eyjafjarðarsýslu, Þjms. 786, trafakefli með drekahöfði á öðrum
enda, 1. 54,5 cm, br. 7 cnr, h. 7,5 cnr, lh. 1,1 cnr. A bríkina er skorið nreð
blending af latínuletri og rúnunr:
INGIBIÖRG halls DOTTER ANN 1751.
A keflið er einnig skorið með höfðaletri:
SV SM KIEFLINN EIGNAST Á
ÆRV FÁE OG SÓMA
EINGENN ÞINGE EIMDINN HÁ
EIVrlNAR LIÓMA. INGEB A.M.
Ingibjörg Hallsdóttir, anno 1751
Sú sem kejlinn eignast á
œrufái og sóma.
Engin þvingi eymdin há
eyjurinnar Ijóma.
Gefið safninu 1870 afPáli Magnússyni bónda á Kjarna.
82. Svalbarð, Suður-Þingeyjarsýslu, Þjms. 3387, lár nreð rúnum og latínu-
letri, h. um 35 cm, rh. 5 cm:
olaús IONE
sihrydur bio
rns dqtter a lar
LARINN MED RIET
TV i ANNO I 1673
Olaus Jone. Sigríður Björnsdóttir á lár, lárinn með réttu.Anno 1673.
Lárinn var gefmn safninu 1890 af Baldri Jónssyni á Svalbarði.108
83. Grenivík, Suður-Þingeyjarsýslu, Þjms. 6401, hylki úr birki nreð furu-
loki utan unr þjónustukaleik og tilheyrandi patínu, bæði úr silfri, h. 11,5
cnr, þvnr. 9,3-9,8 cm, vídd 6,2 cm. Á hylkið er skorin bandrún eða bú-
merki sanransett af fjórum rúnunr:
árriT
Arni.
Þverstrik yfir legginn ofan til myndar kross. Sennilega frá 19. öld. Konr á
safnið 1912.109