Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Opinberunarbókinni (14,14-20 og 20,11-15). Nokkrar þeirra eru gerðar
með tréristur Díirers að fyrirmynd. Engin útskorin eða höggvin dóms-
dagsmynd er tilgreind eftir 1615.21 A tveirn predikunarstólum, sem taldir
eru vera af verkstæði Eilers Schroders, er dónrsdagur sýndur á máluðum
myndum. A báðum er Kristur í hásæti á regnboga og Pétur postuli og
Móses með töflurnar eru á annarri sem telja verður veruleg frávik frá
Opinberunarbókinni. Þessar myndir eru síðustu nryndir í röð sem sýnir
helstu atburði í lífi Krists samkvænrt Fræðum Lúthers og fylgir því
þýskri altaristöflufyrirskrift en er einstök í Dannrörku, hugsanlega gerð
samkvæmt óskum gefandans, aðalskonunnar Jytte Gyldenstjerne.22
Við höfum þannig séð að Opinberunarbókin þekktist á kirkjumynd-
unr í dansk-norska ríkinu eftir 1600 þó að hún væri ekki algeng. Dónrs-
dagur var lífseigasta nryndefnið þó að ekki væri það útbreitt. Sýn Jóhann-
esar, senr Krosskirkja státar af, er fágæt. Eitt dæmi var að fmna í kirkjunni
í Borgund á Mæri senr brann 1904 en nryndin var frá 5. áratug 17. aldar.
A málaðri altaristöflu í Sauherad frá 1663 er Kristur nreð útréttar hendur
en sverðsoddinn uppi í sér eins og tíðkaðist á miðöldum. Hann er í ein-
unr fleti nreð ljósastikurnar sína hvorum nregin við sig, engar stjörnur í
hendi og engin tilraun er gerð til fjarvíddar og yflrbragðið ekki eins og
eftir lærðan nrálara. I Blaker-kirkju er útskorin lágmynd þar senr Kristur
er nreð hendur niðri en stjörnur í annarri, ljósastikurnar gnæfa yfir hann
sín til hvorrar handar en Jóhannes krýpur við fætur hans. Undir er letrað
að myndefnið sé sótt í Opinberunarbókina. Myndin er haganlega skorin
en varla eftir lærðan tréskurðarmann.23 Alllöngu seinna var útskurðar-
manni frá Mæri hugstætt að sýna Krist með útréttar hendur og ljósastik-
ur og láta hann tróna yfir altaristöflum sínum. Þannig er hann útlits í
kirkjunni á Edoy en sú mynd er frá árinu 1730.24 Af þessu er einungis
ljóst að minnið una sýn Jóhannesar kona fyrir á stöku stað allt fram á 18.
öld.Við geymum eitt dæmi í viðbót þar til síðar.
Altaristöflur í einstökum kirkjum fjarri alfaraleið ná til takmarkaðs
hóps en myndir í biblíum ná til stærra svæðis þótt ekki verði þær al-
menningseign. Enn voru biblíur nreð skreytingum frá dögum Lúthers í
umferð og endurútgefnar. 1625-27 komu út þýskar biblíur með mörgum
myndum eftir færan listamann, Mattheus Merian að nafni. Þessar nryndir
höfðu mikil áhrif og voru notaðar senr fýrirmyndir að kirkjuverkum, t.d.
í Noregi. Raunar var sótt í marga aðra bókamyndahöfunda en af sýn Jó-
hannesar fer fáum söguna.25
Biblíur komu einnig út í Danmörku. Hinn sanntrúaði konungur,
Kristján IV., sem með sverði hafði varið málstað þeirrar trúar sem hann