Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 37
RUNARISTUR A ISLANDI
41
70. Ferjukot í Borgarhreppi, Mýrasýslu, Þjms. 251a, trafakefli, 1. 59 cm, br.
7 crn, þ. 4 cm, sh. 3 cm. Keflið er með rósastreng ofaná. A það er ritað
með latínuletri og nokkrum rúnunr:
KaRETas ÞORVaRDs DOTTER Á KIEFLINN ANNO 1734
KEFLADV FAST
Karetas Þorvarðsdóttir á keflinn.Anno Í734. Kejlaðu fast.
Keflið var gefið Þjóðminjasafni 1865 af Guðmundi Stephanssyni bónda á
Ferjukoti.100
Miklaholt, Hnappadalssýslu. Þjms. 134. Hringur úr kopar, innsigli, með áttstrendri
stétt, þvm. 2 cm, stéttin er 1,2x0,9 cm. Á hana er grafið innsigli, manns höfuð-
skel og tveir lærleggir lagðir í kross, og bandrún eða búmerki þar upp af, „gæti
maður því hugsað sér að læknir hafi átt innsiglið. Hringur þessi fannst í Mikla-
holts kirkjugarði á mjög fúinni manns kjúku er grafið var til undirstöðu kirkj-
unnar.“ Gefinn safninu af Helgu húsfreyju á Rauðkollsstöðum í Eyjahreppi.
Stéttin er mjög slitin og ekki hægt að skera úr því með vissu hvort táknið yfir
höfuðskelinni er bandrún eða búmerki, hún er því ekki tölusett hér.
71. Hjarðarholt, Laxárdalur, Dalasýslu, Þjms. 7554, kirkjuhurðarhringur úr
kopar, ferstrendur í gagnskurð með breiðum brúnaflötum, með hnúðum,
þvm.12,2 cnr. Neðan á neðsta hnúðinn er grafin bandrún, h. 1,5 cm:
mar
Rúnirnar gætu verið upphafið á nafni Maríu guðsmóður. Hringurinn,
sem að öllum líkindum er frá miðöldum, kom á safnið 1919.
72. Hvammur í Hvammssveit, Dalasýslu, Þjms. 4193, brýni, 1. 19 cm, br. 3
cm, þ.2 cm, rh. 1,5 cm:
...-k hnias tbmly
Gefið safninu 1895 af séra Kjartani Helgasyni presti í Hvammi í
Hvammssveit og sennilega er brýnið fundið þar. I skrá safnsins stendur að-
eins að það sé fundið „nær 2 álnir í jörðu“. Algengt var að rista rúnastaf-
rófið á verndargripi til varnar gegn illum öndum en það gat einnig séð
um að óskir eða bænir rættust, e.t.v. er það með ósk unr að ljárinn bíti nú
vel sem það var krotað á brýnið. Erfitt er að tímasetja rúnirnar en þær
gætu verið gamlar, frá 12. eða 13. öld (sjá inngang bls. 10). Sjá einnig (63)
og (65).101
73. Vatnsjjörður, Norður-Isafjarðarsýslu, Þjóðminjasafnið, Kaupmanna-
höfn MCDXXI, vatnskanna (aquamanile) frá miðöldum, 1. 40 cm, br. 12