Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 67
,POMPEI“ ISLANDS
71
Bruun dvaldist í nokkra daga í dalnuni og mældi upp margar af
tóftunum þar, m.a. nokkrar af þeim rústum sem Þorsteinn Erlingsson
hafði mælt upp árið áður.5 Þetta var ekki í síðasta skipti sem fornleifarnar
í dalnum drógu að sér athygli.
Hugmyndin
Hinn 23. september 1932 lagði danska strandgæsluskipið Hvítabjörninn
(Hvidbjornen) úr höfn í Qaqortoq Qulianehaab) á Suður-Grænlandi og
stefndi til Islands. Um borð í skipinu, sem kom til Reykjavíkur þremur
dögum síðar, voru m.a. sagnfræðingurinn Poul Norlund (1888-1951) frá
danska þjóðminjasafninu, sænski fornleifafræðingurinn Márten Stenber-
ger (1898-1973) frá Uppsalaháskóla og menningarlandfræðingurinn og
fornleifafræðingurinn Gudmund Hatt (1884-1960) frá Kaupmannahafn-
arháskóla. Með honum var kona hans, Emilie Demant Hatt (1872-1958),
listmálari. Þessi hópur var á leið heim úr uppgrefti þar sem talinn var vera
bær Eiríks rauða, Brattahlíð (Qassiarsuk) í Eystribyggð og hafði einnig
farið rannsóknarferðir um nálæg héröð.6
Norlund hafði byijað að grafa upp á Grænlandi 1921, aðeins nokkrum
mánuðum eftir að danska stjórnin fór þess á leit við norsku stjórnina að
hún viðurkenndi dönsk yfirráð yfir Grænlandi öllu.7 A Grænlandi hafði
Norlund þegar 1924 fengið til liðs við sig ungan arkitekt, Aage Roussell
(1901-1972). Roussell hafði fljótlega sérhæft sig í byggingalist og húsagerð
á miðöldum á Grænlandi og í öðrum norrænum landnemabyggðum við
Norður-Atlantshaf. Árið 1931 hafði Norlund sent hann í námsferð til
skosku eyjanna til að fmna minjar unr norrænar byggingahefðir þar.8
Roussell var einnig á Grænlandi sunrarið 1932 og stjórnaði sjálfur upp-
grefti í Vestribyggð. Hann ákvað að fara heinr til Dannrerkur nokkrum
dögunr síðar og var því ekki með unr borð í Hvítabirninunr (1. nrynd).9
Hatt hafði á þriðja tug aldarinnar fest ,,byggingarfornleifafræðina“ í
sessi í Dannrörku og vann við að auðga danska fornleifafræði nreð nrikil-
vægri nýrri þekkingu unr sanrfélög eldri járnaldar, byggðir þeirra, bæi og
ræktarlönd.10 Stenberger hafði frá því upp úr 1920 sinnt nrjög fornleifa-
rannsóknunr senr beindust að byggingunr og þróun byggðar í Svíþjóð.
Árið eftir varði lrann doktorsritgerð sína Öland under dldre jarnaldernd'
Stenberger var talinn helsti sérfræðingur Svía á þessu sviði, og það var að
sjálfsögðu ástæða þess að hann var með í uppgraftarsveit Norlunds í
BrattahHð. Stenberger var áður kunnugur Hatt, senr hafði aðstoðað hann
nreð upplýsingar í sanrbandi við doktorsritgerðina.