Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 66
70
ARBOK FORNLEIFAFELAGSINS
sem átti að sjást handan við dalinn í austri. Hann var hulinn
skýjum. Stórir kjóar og tjaldar flugu skrækjandi meðfram bakkan-
um. Tilkomumiklar hrjóstrugar hlíðar voru okkur á vinstri hönd,
við fórum fram hjá tveimur bæjum, Fossnesi og Haga. Sá fyrr-
nefndi stendur við fagurt gil, og fellur foss þar djúpt niðri. Bónd-
inn sýndi okkur rústirnar af fornu hofi ,,frá þeim tíma þegar foss-
inn var helgaður meiri háttar goði“ sem átti að búa í honurn. Eftir
nokkurra klukkustunda reið komum við að bænum Asólfsstöðum,
sem er næstsíðasti bærinn áður en auðnin tekur við. Þessi afskekkti
bær stendur á ákaflega fögrum stað nærri mynni Þjórsárdals.“2
Daniel Bruun gisti hjá Stefáni Eiríkssyni (1855-1932) bónda á Asólfs-
stöðum, öðrum af tveimur bæjum í dalnum sem voru í byggð. Morguninn
eftir reið hann inn dalinn í fylgd Jóns sonar Stefáns (1872-1902), ungs
guðfræðikandidats, sem var eins og Bruun orðaði það „ekki enn búinn
að fá eitt af þessum lítilfjörlegu íslensku brauðum.“3 Þeir fóru fram hjá
Skriðufelli, sem var hinn bærinn sem var í byggð í dalnum. Hér ræddu
þeir við Olaf bónda Bergsson (1867-1944), sem vísaði þeim veginn
áfram inn dalinn. Bruun heldur áfram tilþrifamikilli frásögn sinni:
Skref fyrir skref mjakast hestarnir áfram eftir dalbrúninni í lausri
öskunni. Öðru hverju rekumst við á staði þar sem fáeinir steinar
standa upp úr jarðveginum og benda til þess að hér hafi staðið bær
til forna. Oftast eru það báshellurnar í fjósunum, sem vísa á byggð-
ina fornu, en á stöku stað hefur Islendingurinn Þorsteinn Erlings-
son grafið rústirnar upp svo að þær eru sýnilegar. Eftir að hafa far-
ið fetið yfir hraun og gegum sand og komið við á rústum Asláks-
tungu fremri og Áslákstungu innri förum við fram hjá Fagraskógi, en
skógarnir fögru eru horfnir. Öðru hvoru förum við yfir ár sem
renna yfir eyðilegar, dökkar slétturnar.Við komum á Undir Lamb-
höfða, þar sem fjósið sést greinilega, og ríðum áleiðis í átt að
Rauðukömbum. Hér eru bæjarrústir við heita laug. Þetta er
Pompei Islands sem við höfum komið til.Við hugsum með óhug
til þeirra skelfmga sem hér hafa orðið á söguöld, þegar öskuregnið
myrkvaði himininn og hraunið rann, allt þetta eyðilagði þá velsæld
og þá frjósemi sem 14-16 býli höfðu byggt tilveru sína á fram að
því. Nú er þetta allt horfið, hér sprettur ekki lengur gras, og
mönnum er um alla framtíð úthýst úr þessum dal, þar sem kyn-
slóðir bjuggu í sorg og gleði.“4