Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 142
146
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Dúfumynd heilags anda á háfletinum yfir töflunni á Krossi er einnig
fágæt en hliðarmyndin á vængnum til hægri kemur þó mest á óvart. Ei-
litla biblíukunnáttu þarf til að átta sig á henni. Þá kemur í ljós að hún er
sprottin beina leið úr Opinberunarbók Jóhannesar (1,9-20). Engin kirkju-
mynd önnur á Islandi hefur þetta myndefm. Þarna eru torræð tákn og
sjaldgæfur boðskapur sem fluttur er i kirkju í Landeyjum um miðja sautj-
ándu öld. Þessi mynd gæti verið lykillinn að skilningi á altaristöflunni i
heild. Hvaða merkingu hafði Opinberunarbókin á þessum tíma? Hvaða
skilning gátu tveir mektarmenn, sem komu saman á Islandi, haft á henni?
Hér þarf að leggja snörur víða — í trúfræði, biblíuskilning, táknfræði
mynda auk þess sem hafa þarf almennan skilning á þjóðfélagi og menn-
ingu sautjándu aldar. Gat verið eitthvert samhengi milli þessarar rnyndar
ogTyrkjaránsins árið 1627?
Myndin á hægri væng altaristöflunnar á Krossi er nryndskreyting við
upphafskafla Opinberunarbókarinnar þar sem Jóhannes talar í fyrstu per-
sónu og segir frá því að Kristur hafi birst honum upprisinn og í miklum
ljóma. Höfuð hans og hár voru hvít eins og ull, segir í bókinni, andlitið
sem sólin í mætti sínum, augun sem eldslogi, gullbelti var spennt um
hann, röddin var sem niður margra vatna. Umhverfis voru einnig tákn
ljóss og máttar — sjö ljósastikur, stjörnur í hægri hendi Krists og sverð
sem gekk fram af munni hans.
Þessi birtingarmynd Krists með öllum sínum kennimerkjum og tákn-
um hefur verið rakin til trúararfs Gyðinga og fleiri þjóða fyrir botni
Miðjarðarhafs þó að sumt sé með frumlegum hætti.7 Almennt minmr
hún á sýn Daníels sem skráð er í Gamla testamentinu (Dn. 7,13). Lúðra-
hljómurinn boðar æðsta dóm eins og víðar í Nýja testamentinu.
Stjörnurnar sjö (sjöstirnið, Björninn) voru tákn alheimsyfirráða, m.a. í
rómverska ríkinu. Lýsingin í Opinberunarbókinni ber engu að síður
sterk og sjálfstæð einkenni, ekki síst fyrir kraftmikið myndmál. Kjarni
boðskaparins er sá að Kristur er upprisinn og hefur sigrað dauðann og
hið illa sem réð yfir hel ásanrt dauðanunr.8 Hér er því dregin upp mynd
hins sigrandi Krists sem mun dæma að lokum. Lýsingin i þessum fyrsta
hluta einkennist þó ekki af skuggalegum og ógnvekjandi dómsdegi held-
ur ríkir birta og ljómi. Sverðið er ekki í hendi Krists heldur gengur fram
af munni hans.
Opinberunarbókin er dramatísk og ógnvekjandi, full af djöflum, dul-
magni og hörmungum. Kjarni hennar er aðdragandi og lýsing dómsdags.
Hún hefur átt misjafnt gengi nreðal kristinna manna. Þegar heimsslita-
hugmyndir hafa verið sterkar — og sú var raunin út miðaldir — hefur hún