Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 92
96
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fjórða áratugnunr á Grænlandi: Helge Ingstad (1899-2001) og Aage
Roussell, sem orðinn var deildarstjóri annarar deildar danska þjóðminja-
safnsins. I þeim deilum sem fylgdu á eftir fundi rústanna, lagði Roussell
áherslu á hve mikilvægt það væri að þær væru grafnar af fólki sem kynni
til verka. Hann notaði tækifærið til að minna á að Norðmenn hefðu ekki
verið með í Þjórsárdalsleiðangrinum. Roussell sagði:
I samnorræna rannsóknarleiðangrinum á Islandi 1939, sem Noreg-
ur kaus því miður að taka ekki þátt í, gróf ég upp segi og skrifa
tvær tóftir. Og ég var ekki með öllu óreyndur og hafði alla hjálp
senr hægt var að óska sér, bæði atvinnufornleifafræðinga og verka-
manna. Og við unnum af kappi og vorum heppnir nreð veður.
Danskir fornleifafræðingar og starfsfélagar okkar í öðrum löndum
vita að görnul húsarúst, sérstaklega ef hún hefur aðeins verið
skamman tíma í notkun, er treg á að láta uppi leyndarmál sín. Það
þarf að fara vel að henni og varlega og með litlum graftólum. Ein
eða tvær rangar skóflustungur geta næstum eyðilagt allt.73
Andinn að baki Þjórsárdalsverkefninu lifði áfram hjá einum af for-
vígismönnum verkefnisins. í stríðslok tók Stenberger mikilvægt frum-
kvæði til að treysta norrænt samstarf eftir einangrunina á styrjaldarár-
unum. Stenberger vildi halda hugsjóninni lifandi og safna „gamla Is-
landsliðinu“ sarnan um nýja verkefnið sitt — samnorrænan uppgröft á
járnaldarbyggð við Vallhagar á Gotlandi. Stenberger stjórnaði sjálfur
uppgreftinum sem fór fram á árunum 1946-1950.74 Ekki tókst þó að
öllu leyti að uppfylla ósk Stenbergers um að safna sanran gamla Islands-
liðinu. Að Stenberger undanskildum var aðeins einn sem verið hafði í
Þjórsárdal, Kristján Eldjárn, en bæði Roussell (1947) og Voionmaa
(1946) konru í heimsókn í uppgröftinn. Vallhagar-rannsóknin var ákaf-
lega snjöll hugmynd, af því að hér kynntist ný kynslóð ungra norrænna
fornleifafræðinga.75
Það átti ekki fýrir neinunr af erlendu þátttakendunum í Þjórsárdals-
leiðangrinum að liggja að koma aftur til Islands eftir brottförina 1939.
Stenberger hafði komið til íslands áður 1919, strax eftir að hann lauk
stúdentsprófi, og ferðast þar um. Fyrstu fjögur verkin sem hann birti
fjölluðu einmitt um Island.76 Hann var nrikill Islandsvinur, en hann kom
ekki aftur til landsins. En nokkrunr árum eftir lát hans, laust fyrir 1980,
kom ekkja hans Lisa (1904-2001) til íslands til að skoða staðina þar sem
hann hafði grafið. Þór Magnússon þjóðminjavörður fylgdi henni upp í