Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 46
50
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
(Sjá hinn) ríkja konung hérgrafinn er vá dreka þenna.
Hurðin er fyrst nefnd í heimildum í Vísitatíubók Brynjólfs biskups
Sveinssonar 1641 (Þjóðskjalasafn). Hún var kirkjuhurð á Valþjófsstað þar
til 1851, er hún var flutt á Þjóðminjasafnið í Kaupmannahöfn, en var gef-
in aftur til landsins 1930 ásanrt fleiri munum, m.a. Grundarstólnum og
rúnasteinunum frá Utskálum og Hvalsnesi. Hurðin er sennilega frá lok-
um 12. aldar eða unr 1200.115
Hof í Alftafirði, Suður-Múlasýslu. I fornleifafrásögn séra Sveins Péturssonar á
Hofi í Álftafirði segir hann m.a: „Rúnaletur veit eg hér ecki tilvera nerna á
Skírnarfati hér vid Hofs Kyrkiu, sem af HL'rra Prófasti G. Pálssyni er sendt til
Nefndarinnar i gegnum Herra Professor F. Magnusen." Hér var þó ekki um rúnir
að ræða heldur „nogle plattyske Ord“, samkvæmt safnskrá. Fatið er nú í
Þjóðminjasafninu í Kaupmannahöfn.116
89. Vík í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, Þjms. 7774, signet úr beini, 1. 4,7
cm, þvm. 2,1-2,2 cm, með átthyrndri stétt og sívölu, liðóttu, renndu
skafti. Meðfram brúninni er áletrunin ION KOLBEINS-SON- W-. Á
miðri stéttinni er bandrún, h. um 1 cnr, sem sennilega er samsett af rún-
unum ionks þ.e.JON K.S. - Rúnin er sködduð í miðjunni og ógreini-
leg. W-ið er sennilega stytting áVík, en innsiglið var í eigu Jóns Kolbeins-
sonar áVik í Lóni, á öndverðri 17. öld. Kom á safnið 1919. Jón Kolbeins-
son bjó enn íVík 1703 þá 71 árs.117
90. Vík í Lóni, Austur-Skaftafellssýslu, Þjms. 7773, koparstíll, brauðstíll, 1.
11,7 cm, þvm. 8 cm. Stílnum er lýst svo í safnskrá: „algengur að gerð, sí-
valur fremst og ferstrendur efst og auga á hausnum; nær slitið út úr því,
enda er stýllinn víst ekki yngri en frá 17. öldinni." Á hverri hlið fer-
strenda kaflans er leturlína, að sumu leyti með rúnum, en mestmegnis
nreð latínuletri, upphafsstöfunr, h. 0,4 crn. Áletrunin nráð og óljós:
HLIOTE LVCKV hEIDVR fOR hRVNdEN foNE
Hljóti lukku, lwiður,jjör(?), hrundin vœna(?) ...
Textinn virðist vera upphaf á vísu. Þar sem stíflinn er frá svipuðum tínra
og innsiglið og var gefinn safninu samtímis og af sönru fjölskyldu er
sennilegt að hann sé einnig konrinn úr búi Jóns Kolbeinssonar á Vík í
Lóni, sjá (89).
Ekki er vitað hvaðan eftirfarandi munir komu á safnið: