Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.2000, Blaðsíða 216
220
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Kristian Kálund ályktaði að hinn gainli Reykjavíkurbær hefði verið
annað hvort norðan eða sunnan við kirkjugarðinn,5 en Eiríkur Briem
taldi að bærinn hefði verið „vestan við Aðalstræti sunnanvert milliTún-
götu og Bröttugötu“. Benti hann á að venjulegt væri að kirkjur og
kirkjugarðar væru heima við bæi. „Það eru heldur engar líkur til að bær-
inn hafi nokkurntíma staðið annarstaðar; stóra torfbæi með mörgum
misgömlum húsum er erfitt að flytja úr stað, enda mun fágætt hafa verið,
að gera slíkt hér á landi á fyrri tímum; þegar grafið hefir verið vestan við
Aðalstræti sunnanvert hefir það komið í ljós, að þar eru miklar veggja-
moldir; ,..“6
Olafur Lárusson taldi ólíklegt að sagnir þær er sögðu bæjarstæðið á
Arnarhóli fengju staðist. Elstu þekktu heimildir segðu Reykja(r)vík land-
námsbæinn, og sjálft nafnið væri vísbending um aldur, algengt væri að
elstu bæir drægju nafn af augljósum einkennum í landslagi.7 Klemens
Jónsson taldi líklegast að bærinn hefði frá upphafi staðið sunnan Grjóta-
götu, „rjett vestan við Aðalstræti, þar senr nú eru húsin 14 og 16“.8
Mamwistarminjar í miðbæ
Ymsar vísbendingar um bæjarstæðið forna hafa komið fram þegar jörðu
hefur verið raskað í Kvosinni. Þegar grafið var fyrir húsinu Tjarnargötu
3A 1904 var konnð niður á mannvistarminjar, sem lýst er sem öskuhaug
og rennu úr gijóti.9 Við gröft fyrir hitaveitustokk vestanmegin íTjarnar-
götu nyrst, einhvern tíma milli 1940 og 1950, sáust einnig ummerki
fornra mannaverka á um 1 m dýpi, hellustétt og svört moldarlög.10
Ekki er að sjá að menn hafi veitt fornum mannvistarleifum athygli
þegar grafið var fyrir húsi Hjálpræðishersins í Kirkjustræti 2, 1916, og
ekki heldur þegar steinhúsið í Suðurgötu 3 var reist 1923.11 Slíkt segir
þó ekki alla sögu, og vel kunna þar að hafa verið einhverjar minjar, þó
upplýsingar skorti. En árið 1943 var gerður kjallari að húsabaki við Suð-
urgötu 3 og var þá komið niður á ræsi úr steinum, sem lá frá austri til
vesturs á meira en 2 m dýpi.12
Þegar grafið var fyrir stóru steinhúsi á lóðinni Tjarnargötu 4 árið 1944
reyndust vera þar miklar leifar eftir eldri byggð. Ekki fór fram regluleg
fornleifarannsókn á þeim tíma, en þó eru til töluverðar upplýsingar um
það sem sjá mátti í grunninum.13 Dýpst var grafið 2,75 m frá yfirborði,
og náðu mannvistarminjar niður á um 2,5 m dýpi.14 Sunnarlega í grunn-
inum mátti sjá „allmikið af hleðslugrjóti djúpt í jörðu“, og virtust leifar
af vegg. Þarna var líka ferhyrndur hellukassi, líklega eldstæði, grafinn nið-