Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 7
7
á söguöldinni. Sama er að segja um nöfnin á börn-
um Guttorms hertoga, er Eg. getr um („synir hans
hétu Sigurðr ok Ragnarr, en dætr Ragnhildr og
Aslaug-1 Eg. 26. k.), að þau eru ættartölunni til
styrkingar og það því fremr, sem Eg. er ekki
runnin frá niðjum Haralds hárfagra, heldr hefir ef-
laust geymzt i ætt Egils, sem lengi var óvinveitt
konungsættinni. Storm segir reyndar, að nöfnin á
börnum Guttorms séu beinlínis tekin til láns úr ætt-
artölu Haralds (frá Ragnari), en það er alveg gripið
úr iausu lopti, því að hvað er á móti því að nöfn
þeirra hafi geymzt með sögunni hjá Mýramönnum?
Og hefði höf. Eg. ekki heyrt þau, hvað þurfti hann
þá að fara að smíða sér þau ? Hann nefnir þó
ekki alla þá menn á nafn, sem koma við söguna,
og það var ekki meiri ástæða til að geta um nöfn
barna Guttorms, heldr en að greina frá nöfnum á
föður og systur Friðgeirs á Blindheimi, systursonar
Arinbjarnar, eða jafnvel nöfnunum á konu og dótt-
ur Armóðs skeggs (Eg. 67. og 74. k.), en það gjör-
ir höf. Eg. þó ekki, sjálfsagt af því, að sagan hafði
ekki geymt þau, en hann mun ekk.i hafa viljað
föður Hrafnkels Ereysgoða Hrafn, en Hrat'nkelssaga Hall-
freð, eða þá er Ln. 2. 17—18 kallar konu Höskuldar
Dalakollssonar Hallfríði, dóttur þorbjarnar frá Yatni í
Haukadal, en Laxd. 9. kap. kallar hana Jórunni, dótt-
ur Bjarnar 1 Bjarnarfirði, og styrkist sú sögn af Nj. 12.
og 14. k. (sbr. einnig Ln. 2. 25). — Kona Hálfdanar
milda er nefnd Hlíf Hogsdóttir (Hkr. 39. bls.), og gat
það orðið tilefni til missagnarinnar um konu Hálfdanar
svarta, sem líka er talin Dags ættar (komin frá Dögl-
ingum, Flat. I. 25), enda lítr svo út, sem einhverjum
eldra (Upplendinga-)konungi (með Haralds nafni?) hafi
verið blandað saman við Harald hárfagra, þar sem þor-
gisl konungr í Dýflinni (+845) er talinn sonr hans, og
má vera, að sá (Haraldr) hafi átt Helgu Dagsdóttur fyrir
móður (og Bögnu Aðilsdóttur fyrir konu?).