Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Síða 13
13
ugar ættir rakið kyn sitt til, og hvað er þá á móti
því, að hann hafi verið af ætt ívars hins víðfaðma
og Ráðbarðs konungs í Görðum, sonr Sigurðar
hrings og ættfaðir Svía- og Danakonunga? petta.
vitna ættartölurnar, og ættarnöfnin* 1 staðfesta þær og
en annars virðist höf. ekki \ita neitt um ætt þessa
Ragnars, en lætr hann samt vera uppi löngu fyr en
»Raguar loðbrók«, sem hann setr (annan konung í röð-
inni) á eptir Hemingi (1812). I þessu sama konunga-
tali má og sjá vott til þess, að til hafa verið forn munn-
mæli hjá Dönum um Ragnarssonu, eldri en sögurnar um
Loðbrókarsonu, því að svo segir þar, að 5 synir hins
volduga (»vaidghe«) Ragnars hafi verið höfðingjar í Dan-
mörku (einn á Skáni, annar á Sjálandi, þriðji á Fjóni,
fjórði á Jótlandi, fimti á Lálandi) um það leyti, sem
Saxi telr þar engan einvaldskonung, og lætr landinu
vera skipt milli smákonunga (fyrir daga Haralds hildi-
tannar, Saxo VII. 350). Höfðingjar þessir eða smá-
konungar eru nefndir í mörgum dönskum konungatölum
(Scr. r. Dan. I. 15, 19, 21, 32, 154), en hvergi eru þeir
taldir synir Ragnars nema í þessari rúnaskrá, enda hafa
þeir alt önnur nöfn en Ragnarssynir í sögum vorum, en
höfundr rúnaskrárinnar virðist hafa heyrt getið um Ragn-
arssonu, er skipt hafi með sér ríki föður síns, og haldið
að þeir væru sömu menn og smákonungar þeir, 5 að
tölu, er sagan sagði að hefðu einhverntíma skipt með
sjer Danaveldi, (enda kallar hann einn þeirra — sem
annars er nefndr Hater — Hagnar (=Agnar, en svo hét
einn hinna nafnkunnu Ragnarssona)
1) Einn af Ragnarssonum er nefndr Ivarr (hinn
beinlausi, sjálfsagt heitinn eptir Ivari víðfaðma) og virð-
ist hann í raun réttri vera allr annar maðr en Ingvar
Loðbrókarson, þótt þeim væri snemma ruglað saman,
því að lvarr er vanburða, einsog viðrnefnið bendir til, og
ekki vopnfær, en Ingvar kemr fram sem vopndjarfr
bardagamaðr í hinum ensku frásögnum, og þess er ekki
getið, að hann væri neitt fatlaðr, enda gjöra hinir elztu
sagnamenn Dana greinarmun á þeim og kalla Ingvar
bróðr ívars (Storm : Krit. Bidr. I. 82. bls., sbr. Fas. I. 354).
Saxi nefnir einn af Ragnarssonum Ráðbarð, (IX. 444,
þótt hann viti ekkert til þess, að afi Sigurðar hrings