Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1890, Side 19
19
ekkert Vestrlönd (Bretlandseyjar) eða Loðbrókar-
sonu þá, er enskir sagnamenn nefna. Líkindi eru
til, að Eysteinn beli hafi verið frægr konungr á
sinni tfð, þar sem í „skáldatali“ er getið um svo
mörg skáld (u tals), er ort hafi kvæði um hann,
og virðist hann hafa verið einhver hinn fyrsti kon-
ungr á Norðrlöndum, er safnað hafi að sér hirð-
skáldum. Bragi hinn gamli Boddason er nefndr
meðal skálda hans, en hann er líka talinn skáld
Bjarnar konungs „at Haugi“, og hefir hann eptir
því orðið mjög gamall, einsog viðrnefnið bendirtil1.
Hann hefir ort einhverja hina elztu norrænu drápu,
er vér þekkjum höfund að, en það er „Ragnars-
drápa“, sem kveðin er um skjöld, er Ragnarr gaf
Braga; (Ræs gáfomk reiðar mána | Ragnarr, ok
fjplð sagna“). Er Ragnarr þar kallaðr „þengill“ og
„enn mæri mpgr Sigurðar“, og sýnist ekkert geta
verið á móti því, að hann sé sami maðr og hinn
nafnfrægi Ragnarr, sonr Sigurðar hrings, enda hefir
drápa þessi verið kend við hann svo lengi sem vér
til vitum, og má hún í rauninni teljast gildasta
sönnun fyrir tilveru hans. þ>að virðist eigi vera
nein ástæða til að halda, að drápan sé kveðin til
þess Ragnars, jarls Hóreks Danakonungs, sem
1) þó heíir hann ekki þurft að vera miklu eldri en
Egill Skallagrímsson, sem kom til Noregs meðan Har-
aldr hinn hárfagri var enn á lífi, og lifði þangað til Ól-
afr Tryggvason var orðinn fulltíða. Ef vér setjum svo,
að Bragi hafi verið fæddr um 760, og lifað fram undir
miðja 9. öld, þá stendr alt vel heima um aldr hans,
nema hann kann að þykja nokkuð gamall til að vera
langafi Arinbjarnar hersis (f. um 900), en þó eru líkur
til þess, að Bragi hafi verið orðinn hniginn að aldri, er
hann kvæntist Lopthænu, dóttur Erps lútanda, því að
svo er að sjá af »skáldatali«, sem þeir Erpr og Bragi hafi
verið á líku reki.
2*